Vantar góða kilju að lesa.

Er ekki einhver, sem les þetta fyrir klukkan 08.30 í fyrramálið, sem getur bent mér á góðar bækur sem ég get lesið í fríinu? Ég er á leið til útlanda og ætla að safna kröftum, lesa og slappa af. Ég er reyndar búin að lesa margar þessar kiljur sem komið hafa út að undanförnu - en þætti vænt um ef þið gætuð gefið mér holl ráð í þeim efnum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Sæl, ég sá að hin sívinsæla  Dagbók góðrar grannkonu  e. Doris Lessing var að koma út í kilju, sjálfsagt búin með hana en ef ekki þá er hún góð.

Anna, 21.5.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Guðbergur var að koma út í kilju. - Og eins hin frábæra bók "Ljóðhús" eftir Þorstein Þorsteinsson, um snillinginn Sigfús Daðason, Þorsteinn fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.  Alveg mögnuð bók sem er líka komin út í kilju. Góða ferð út Ragnheiður mín og hafðu það sem allra allra best.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:53

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ertu búin með Steinsmiðinn eftir Camillu Lackberg? Hún er fín afþreying, sömuleiðis Ekki sjón að sjá eftir Robert Goddard.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Ingunn Björnsdóttir

Blessuð Ransí mín. Ingunn Björns á Bessastöðum hér Mikið ofboðslega er langt síðan ég hef hitt/heyrt í þér.... mig minnir að síðast þegar við hittumst vorum við í World Class, alveg svakalega duglegar á stigvélinni og hjóli að mig minnir Ég var að lesa um veikindi þín hérna á blogginu þínu og ég vona svo sannarlega að þú sért að ná þér eftir þetta. 

Gaman að sjá að "gamla konan" sé að blogga, þá er svo auðvelt að fylgjast með þér og þínum.

Bloggið mitt er: 123.is/ingunn74 og netfangið er ingunn74@internet.is.

Góða ferð í útlandið í fríið

Ingunn Björnsdóttir á Bessastöðum

Ingunn Björnsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sá þetta of seint. En ef þú ert í landi þar sem enskar bækur fást þá er þægilegasti spennusagnahöfundurinn fyrir frílestur Robert B. Parker, kaflarnir eru stuttir og þetta er ekta afþreying í fríi. Svo ef þú hefur ekki lesið Sögu traktorsins á úkraínsku, þá mæli ég eindregið með henni, hún hlýtur að fást alls staðar og á ölllum tungumálum.

Vona að þú skemmtir þér vel í fríiinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Bækur Lizu Marklund eru ágætar. Eins Hveitibrauðsdagar, man ekki eftir hvaða höfund. 

Kolbrún Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband