Góð helgi.

Helgin var bara góð. Í gær varði ég deginum með VÍS fólki við leik og störf. Í dag fór ég í veislu sem haldin var til heiðurs minni góðu vinkonu, Snúllu, sem var heiðruð af Fáki fyrir ómetanlegt framlag til hestamennsku. Þessi næstum níræða vinkona mín lék á alls oddi í veislunni og hver gæti trúað því að hún eigi ekki nema örfáa mánuði í nírætt.

Ég sló blettinn í morgun; fyrsti sláttur sumarsins. Það var ákveðin stemmning yfir því. Svo heimsótti ég litla sonarson minn sem er allur að braggast, hefur þyngsts um heil 300 grömm.

Yngri sonurinn kom í heimsókn með sambýliskonuna og litla fóstursoninn sem var klæddur eins og Súperman. Þau þáðu vöfflur og rjóma. ´

Á morgun kemur nýr dagur og þá tekur við undirbúningur fyrir Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum. Það verður öflugt í ár og vonandi árangursríkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gangi þér vel elsku Ragnheiður mín, mundu bara að fara varlega með þig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:30

2 identicon

takk fyrir kveðjuna og til hamingju með ömmu gullið myndar drengur :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband