10.5.2008 | 23:00
HHK af stað. Baráttukona í viðtali við MBL.
Í dag var farinn fyrsta ferð Hjólreiðafélags hafnfirskra kvenna. Fjórar mættu og hjóluðu í blíðskaparveðri út að vita. Við komum við veitingastað við höfnina í Hafnarfirði og fengum okkur kaffi innan um stóra og stæðilega verkamenn af öllum tegundum og gerðum og þjóðernum. Þeir hámuðu í sig íslenskum heimilismat, líkt og þeir bjóða uppá í Múlakaffi. Þetta var "menningarleg upplifun" eins of formaður HHK, Eiríksína nefndi það.
Litli námsmaðurinn bauð uppá pönnukökur ásamt kærustunni í litla sæta húsinu sem þau búa nú í á Grettisgötunni. Tóbías, nýfengið fósturbarnabarn mitt, lék sér á trampólíni í bakgarðinum á og koma svo svangur inn með jafnöldru sinni. Þau sporðrenndu einum fjórum pönnukökum á mann, 5 ára krílin.
Sonarsonur minn er að dafna. Dásamlega fallegt barn sem gerir fátt annað en gleðja foreldra sína, ömmu og afa með því að vera duglegur að drekka brjóstamjólkina, sofa vel og vera vær og góður. Hlakka til þegar hann fer að brosa. Það þarf svo lítið til að gleðja mig.
Á morgun fer ég í fermingaveislu hjá Davíð bróður mínum sem er að ferma einkabarn sitt, Ágúst Bjarka. Sá er hinn síðasti af systkinabörnunum sem fermast - enda lang yngstur þeirra.
Fyrir ykkur sem sendið mér góðar kveðjur í veikindahremmingum mínum, skal ég upplýsa að veikindin eru nú að baki. Ég fór í hjólreiðatúrinn í dag en hann markaði upphafið að endurnýjaðri heilsurækt sem orðið hefur útundan hjá mér að undanförnu. Allt að koma.
Mogginn var að detta inn um lúguna og það fyrsta sem ég sá var tilvitnun í viðtal við vinkonu mína, baráttukonuna Láru Hönnu Einarsdóttur sem án efa er einn ötulasti baráttujaxl í umhverfismálum sem ég þekki. Hún hefur skrifað um náttúruvernd á bloggsíðu sinni www.larahanna.blog.isí nokkurn tíma og skrifar um þessi mál á þann hátt sem allir skilja, þ.e. á mannamáli. Eins og þið getið sjálf séð rökstyður hún mál sitt afar vel og skrifar skynsamlega og án allra öfga um þessi mál. Ég er óskaplega stolt af vinkonu minni og ekki minnkaði það stolt eftir að hafa lesið Sunnudagsmoggann. Ég vildi óska að fleiri eintök væru til í líkingu við Láru Hönnu.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að þér líður betur Ragnheiður mín. Sammála þér með Láru Hönnu. Var alveg óskaplega glöð að sjá viðtalið við hana.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.