30.4.2008 | 11:16
Fæðingar og jarðarfarir.
Í gær fylgdi ég fyrrum tengdaföður sonar míns, Valdimar Jónssyni, til grafar. Það var falleg og virðuleg athöfn og mikið fjölmenni - enda maðurinn vinamargur og fjölskyldan stór. Sama dag fæddist lítill drengur, sonur Inga Ragnar Ingasonar, vinar míns sem var að eignast sitt fyrsta barn. Síðar um kvöldið fór tengdadóttir mín, Sonja, á spítala með e.k. verki - enda komin að fæðingu. Sonurinn lætur þó enn bíða eftir sér - enda er hans ekki von fyrr en um miðjan maí.
Þessi tími er svolítið undarlegur. Ég er nýkomin til starfa eftir veikindi og er andstutt og þreytt - en tek þó lífinu með stakri skynsemi og passa á ofgera mér ekki. Reynir, minn góði samstarfsmaður í forvörnum VÍS, var svo elskulegur að taka að sér umferðarfund í gærkveldi og markaðsstjóri VÍS, María Hrund, sér um alla vinnuna í sambandi við gerð auglýsingar sem nú er í framleiðslu fyrir forvarnir VÍS.
Litli námsmaðurinn er á spítala í aðgerð núna þegar þetta er skrifað og hefur mamman dálitlar áhyggjur. Aðgerðin er þó ekki stór né mikil þar sem verið er að laga stíflur í nefi og kinnkolum. Einar Thor, hirðlæknir fjölskyldunnar, sér um verkið enda ekki óvanur aðkomu að drengnum sem var fastagestur hjá honum sem lítið barn með eyrnavandamál.
Á sunnudaginn á að ferma Hjörvar, son Ólínu vinkonu minnar austur í Landssveit og þangað ætlum við hjónakornin í messu og veislu. Það er tilhlökkunarefni.
Sumarið er á næsta leiti þótt kuldinn sé enn undir þeim mörgum sem kalla má sumarblíðu. Ég mun því bíða um sinn með að taka út garðhúsgögnin.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er rétt..það er ferming í Skarði og frændurnir að fermast saman,góða skemmtun Ransý mín.
Agnes Ólöf Thorarensen, 30.4.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.