26.4.2008 | 22:14
Undarleg læknisverk og lánið í óláninu!
Jæja, þá er loksins göngu minni í heilbrigðiskerfinu lokið, vona ég. Þótt fyrr hefði verið. Síðast þegar ég skrifaði færslu var ég á leið til taugalæknanna til þess að fá fréttir af rannsóknum vegna höfuðverkjanna og krampadæmisins. Það er skemmst frá því að segja að ekkert bráðdrepandi er að hrjá mig. Skv. upplýsingum frá taugalæknum mínum er ég með e.k. æðaspasma í höfðinu sem leiðir til samdráttar í æðum og þar með meðvitundarleysis og máttleysis í slæmum tilfellum. Engin skýring finnst á því af hverju þetta gerist. Nú er ég komin með skyndilyf sem ég þarf að vera með öllum stundum en þau eiga að stoppa svona köst. Mikill léttir að vita þetta og hefur lyfjunum nú ferið plantað á alla staði eins og í bílinn, í vinnuna og heima.
En svo er það hitt dæmið; inflúensan og lungnabólgan. Eins og ég hef þegar sagt er ég búin að fara tvisvar til læknis og í bæði skiptin hef ég verið greind með berkjubólgu (í fyrra skiptið) og með berkju- og lungnabólgu í síðasta skiptið. Í báðum tilfellum var ég send heim með sýklalyf; sem sagt tvo risaskammta af fúkkalyfjum. Þegar ég hafði etið þessa skammta með tilheyrandi máttleysi, magaverkjum og slappleika, fann ég að ég var ekkert betri - jafnvel verri, ef eitthvað. Ég var auk þess með mikil andþrengsli, e.k. asmaeinkenni, sem torvelduðu mér að anda svo vel væri auk þess sem ég var nánast að kafna úr hósta. Eftir 10 daga veikindi, sem ekki sá fyrir endann á, fór ég þriðju ferðina til læknis og að þessu sinni á læknavaktina á Smáratorgi. Þar leist lækninum ekki betur en svo á ástandið að hann sendi mig á bráðamóttöku LSP. Þar hitti ég loksins á lækni sem skoðaði mig almennilega, þ.e. tók sýni úr nefi og hálsi, blóðprufur og sendi mig síðan í lungnamyndatöku. Þar kom í ljós að ég var EKKI með bakteríusýkingu - heldur vírussýkingu og þess vegna dugðu sýklalyfin aldrei á þetta! Með öðrum orðum: Tveir fyrri læknarnir afgreiddu málið með lyfseðli á 5 mínútum - án þess að vita hvort lyfin myndu virka á þetta ástand! Sýklalyfin og heimsóknirnar eru sannarlega ekki ókeypis - fyrir utan hvað það er hvimleitt og erfitt að vera svona veikur án þess að fá neitt til að lina þjáningarnar. En sem sagt: Guðný Jónsdóttir, læknir á bráðamóttökunni var fljót að greina ástandið og gaf mér "friðarpípu" sem er steralyf sem ég anda að mér og sendi mig síðan heim með innöndunarlyf sem ég anda að mér núna tvisvar á dag. Engin lyf virka á vírusinn og þess vegna verð ég bara að bíða þess að líkaminn vinni á honum. Það er allt að gerast núna en sannarlega ekki læknunum tveimur á Heilsugæslustöðvunum á Sólvangi og við Lágmúla að þakka sem afgreiddu þetta í flýti og án nánari skoðunar.
Ég er alls ekki ánægð með gang mála. Kostnaðurinn er nú komin yfir 60 þúsund krónur (með síðustu ferðinni á bráðamóttöluna) en líklega fæ ég eitthvað til baka þegar Tryggingastofnun ríkisins þóknast að greiða mér til baka og senda mér afláttarkortið sem þeir gefa sér hálfan mánuð í. Þá er ég búin að vera mun lengur veik en nauðsynlegt hefði verið ef læknarnir hefðu gefið sér meiri tíma í að skoða mig.
En heilsufarið er á uppleið. Það er stóra málið - svo mikilli uppleið að ég fór og skoðaði hönnunarsýninguna í Hafnarhúsinu í dag og ætla að hjóla svolítið á morgun. Svo ætla ég að fara í vinnuna á mánudaginn en fara mér hægt til að byrja með.
En... ég er ekki hissa á að heilbrigðiskerfið kosti sitt eftir reynslu mína af pilluglöðum læknum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þó fyrir öllu að þú ert að ná bata Ragnheiður mín.
Annars er nokkuð til í því sem kunningi minn - eldri maður - sagði eitt sinn við mig: Það er ekki nema fyrir fílhraust fólk að komast í gegnum heilbrigðiskerfið.
Fílhraust og vel efnað - mætti kannski segja nú á þessum síðustu og verstu ...
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2008 kl. 22:54
Þessi þrautaganga þín er með ólíkindum, Ragnheiður mín. En gott að þú ert að braggast og búin að fá rétta greiningu og réttu lyfin. Eins og Ólína segir - það er ekki nema fyrir fílhraust fólk að veikjast, og ef heilbrigðisráðherrra fær sínu framgengt verður heldur ekki nema fyrir auðmenn að fá læknisþjónustu og lyf í framtíðinni. Nógu dýrt er það nú þegar og á eftir að versna með einkavæðingunni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:33
Mikið er gott að heyra, að loks hefur fundist, skýring, á veikindum þínum! Þó ekki hafi það nú gengið þrautalaust fyrir sig, að fá skýringuna. - Ég endurtek bara það sem ég sagði um daginn. - Maður þarf að vera svo andsk... hraustur til að lifa af í Íslenska heilbrigðiskerfinu. - Að ég tali nú ekki um ef maður þarf að leggjast inn á sjúkrahús.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 02:11
Sæl vertu. Gott að þú ert að braggast en ég skil vel gremju þína vegna fyrri afgreiðslu. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:40
Gott að heyra Ragnheiður mín að loksins veistu hvað er að hrjá þig. Vonandi gengur jafnvel að ráða við ástandið.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:34
Það er náttúrlega ekki heilbrigt af læknunum að gera svona. Líklega er þó ekki hægt að skrifa röngu greiningarnar á of langar vaktir heilsugæslulækna. Það er samt nokkuð sem maður veltir fyrir sér þessa dagana (sem endranær) í almennri umræðu um hvíldartímaákvæði, þreytu og mistök.
Berglind Steinsdóttir, 27.4.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.