21.4.2008 | 17:59
Of bjartsýn - greinilega!
Í ddag varð ég að fara enn eina ferðina til læknis - enda var ég orðin nær dauða en lífi í nótt af völdum hósta og andþrengsla. Það þótti mér undarlegt í meira lagi vegna þess að ég var á sýklalyfjum frá því á föstudaginn. En hvað kom á daginn? Lungnabólga og það svæsin! Nú er ég komin á enn eina tegund af lyfjum og bætist þar við nýr 5000 kall í læknakostnaðinn. ég sem hélt ag væri á leið í vinnu í þessari viku! Það verður ekkert af því. Lungnabólga er víst ekkert grín.
Á morgun er ég síðan kölluð til viðtals við taugalæknana á LSP sem framkvæmdu á mér rannsóknirnar og þá á að ræða hvað kom út úr þeim. Ég er dálítið stressuð, enda er ég nokkuð viss um að ég fái e.k. flogaveikisgreiningu. En... það er betra en svo margt annað sem hefði getað hrjáð mig. Vonandi verð ég nógu þróttmikil til að fara í bíl á LSP á morgun. Þá verða nýju lyfin vonandi farin að tikka aðeins inn í kerfið.
Ég sagði upp í útvarpinu í síðustu viku - enda hef ég alveg nóg með vinnuna mína í VÍS. Það var gaman að prófa útvarpið aftur en ekki svo gaman að ég nenni að leggja svona mikla vinnu í eitthvað sem gefur jafn lítið í aðrar hönd og úrvarpsþáttagerð. Þá er það líka of bindandi, finnst mér, að vera með vikulegan þátt. Fjölmiðlabakterían, sem sumir tala um, lét ekkert sérstaklega á sér kræla hjá mér og mér fannst þetta einfaldlega ekki eins gaman og áður þegar ég var á Skúlagötu 4 og á upphafsárum Rásar tvö. Það var allt önnur og skemmtilegri Ella.
Nú er ég farin að svitna all svakalega við þessar skriftir og kveð því í bili. Reyni að klóra eitthvað inn á morgun, þegar ég kem frá taugalæknunum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu þér batna Ragnheiður mín. Hlýjar kveðjur og ljósir straumar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:12
Miklar og stórar bata kveðjur!
Kjartan Pálmarsson, 22.4.2008 kl. 09:32
Gangi þér vel mín kæra Ragnheiður. Hugsa til þín reglulega, vona að það skili sér
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:37
Elsku Ragnheiður, gangi þér vel á morgun, og ég vona að þú fáir "góðar" fréttir. Ég mun hugsa til þín.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:53
Það þarf greinilega að senda þér fleiri óskir um góðan bata! Góðan bata!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2008 kl. 02:28
Þetta voru ekki góðar fréttir Vona að þú jafnir þig sem fyrst Ragnheiður mín. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.