Hefði aldrei getað trúað...

Heilsufarslegar hremmingar mínar, sem eru farnar að slaga  í tvær vikur, hafa kostað skildinginn. Nú stefnir allt í að útlagður kostnaður minn, persónulega, verði á bilinu 40-50 þúsund krónur. Já, segi og skrifa. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu veikindaferli - en hér koma nokkur verðdæmi:

Dagur á slysadeild LSP, 11.390 kr.

Heilalínurit daginn eftir á LSP kr. 2.100

Rannsókn með segulómstæki kr. 18.500

Lyf vegna höfuðmála kr. 5.900

Heimsókn á heilsugæslustöð Hafnarfjarðar kr. 2.200

Lyf vegna berkjubólgu kr.  4.050

Sjúkrabíll (reikningur hefur ekki verið sendur en kostar líklega 5-10 þúsund krónur frá Selfossi - jafnvel meira)

Kostnaðurinn er þegar kominn yfir 40.000 og á eftir að hækka. Ég fæ að vísu afsláttarkort þegar greiðslur eru komnar yfir 21.000 (lyf ekki talin með) og eitthvað endurgreitt. Guð hjálpi þeim sem eru með lág laun og mikla ómegð. Hefur fólk einfaldlega efni á að veikjast eða slasast?

En hitt er svo allt annað mál að ég er aðeins að koma til sjálfrar mín eftir þessi veikindi og var að vona að ég kæmist í vinnu í fyrramálið en það er draumsýn - enda dregst ég varla áfram vegna máttleysis og verkja fyrir brjósti. Ég er orðin langþreytt á þessum ósköpum - enda er ég ekki vön því að vera svona mikið veik og svona lengi. Líklega er maður aðeins farinn að eldast, eða hvað?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Sæl Ragnheiður, já þetta er ekkert grín...... allt kostar og sumt meira en annað og ekki að undra að fólk sem heyrir mikið tómahljóð í buddu sinni láti vera að hlaupa til læknis nema öll sund séu að lokast. Við verðum að breyta þessu ástandi. Ég get líka alveg sagt að ég er seinustu vikur ( þar sem ég hef verið mikið með 12 ára drenginn minn í alls konar rannsóknum  ) óskaplega fegin að kostnaður með börn á spítölum hefur aldeilis lagst af að stórum hluta og er það vel. Sérstaklega þegar horft er á heildina, því ekki eru nú allir jafn vel staddir peningalega.

Mér þykir ekki gott að heyra af þínum hremmingum en er engu að síður glöð að allt er fram á við í augnablikinu og vonandi á það bara eftir að batna enn meir. Og ég treysti því að við hittumst í hjólaferð í sumar með HHK. Bestu kveðjur Helena Mjöll;)

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband