16.4.2008 | 16:30
Allt er þá er þrennt er.
Það er undarleg tilfinning að vera veikur og ósjálfbjarga. Eins og glöggir bloggvinir mínir hafa lesið, lenti ég í veikindum í síðustu viku við frekar óskemmtilegar aðstæður; þ.e. á Suðurlandsveginum. Nú fara fram ítarlegar rannsóknir á mér og telja læknar líklegt að um sé að ræða e.k. flogaveiki. Það eru góðar fréttir fyrir mig því hingað til hefur aldrei verið hægt að greina þessi köst mín (sem voru mjög áberandi fyrir 7 árum) en hafa ekkert látið á sér kræla í fjögur ár. Það voru því mikil vonbrigði að fá svona kast aftur eftir allan þennan tíma og það á miðjum Suðurlandsveginum! En góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að meðhöndla flogaveiki og það verður gert.
En... sjaldan er ein báran stök. Mitt í öllu þessu dæmi dó tengdafaðir minn, háaldraður maður, og ég fékk svæsna flensu með beinverkjum og háum hita. Þannig mig komin mátti ég fylja gamla manninum síðasta spölinn og það reyndi mjög á minn annars stælta kropp og sterku sál. Vonandi gerist ekkert meira - enda allt þá er þrennt er.
Ég kem aftur spræk og fjörug til vinnu í næstu viku og ætla að byggja mig upp eftir þessi ósköp. ÉG er t.d. enn með á áætlun sumarsins að ganga á fjöll á Hornströndum og hlaupa 10 km. í Reykjavíkurmaraþoninu. En.... ef ég er raunsæ, mun ég ekki gera hvoru tveggja. En það má alltaf vona.
Mig langar óskaplega til að samfagna Óðni Elíssyni, vini mínum og fyrrum samstarfsfélaga hjá VÍS, sem er að ljúka þeim áfanga að verða Hæstaréttarlögmaður. Þá samfagnaður verður á föstudaginn en mér líst ekki á að ég veri ferðafær. Þá er fósturdóttir mín á árum áður, Ástríður Magnúsdóttir, að útskrifast úr Listaháskóla Íslands og verður sýning nemenda á laugardaginn. Það er því afar óheppilegur tími fyrir mig að veikjast núna um þessar mundir.
En ég lofa því að láta skynsemina ráða og fara mér að engu óðslega. Læt mér nægja að blogga smávegis, enda fingurnir og heilinn í sæmilegu lagi, og lesa góðar bækur.
Svo má alltaf líta á jákvæðu hliðarnar og fara í Pollýönnuleikinn góða. Ég missti matarlystina og hef því lagt af. Ég er búin að lesa fullt af góðum bókum.
kveðja
R
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu þér líða vel Ragnheiður mín og ekki ætla þér um of. Það borgar sig ekki.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:35
Kjartan Pálmarsson, 17.4.2008 kl. 09:08
Farðu samt varlega af stað aftur, þessi flensa er andstyggileg alveg, svo ekki fara of geyst af stað, elsku Ragnheiður mín. Því það er enn meira svekkjandi að steinliggja aftur, vegna þess að maður gaf sér ekki tíma til að vera veikur. Ég lenti nefnilega í því, og það er ekki gott. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:19
Óska þér alls góðs og vona að þú farir vel með þig, dugar ekki annað ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2008 kl. 01:34
Síðast þegar ég fór inn á bloggið þitt las ég ljóð eftir þig. Ég las ekki bloggin sem þú hafðir skrifað dagana áður, fyrr en í kvöld. Þú hefur orðið fyrir óþægilegri lífsreynslu, mín kæra.
Ransý mín, láttu þér batna. Ég hugsa fallega til þín
Þóra Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.