Gott að eiga góða að.

Nú er heilsan á uppleið en ótal rannsóknir framundan. Í gær lét ég mig hafa það að fara í afmæli móður minnar en var hreint af manni gengin eftir það; lúin og sveitt. Ég sótti bílinn minn í leiðinni á Selfoss en minn góði samstarfsmaður, Reynir, á foreldra á Selfossi. Reynir lét fara með bílinn heim til foreldra sinna sem gættu hans fyrir mig. Það er ekki ónýt að eiga góða að þegar á bjátar. Vinkona mín, Ólína Þorvarðardóttir, færði mér engil sem heldur á kerti og lét þess getið í leiðinni að mér veitti ekki af verndandi engli og ljósi þess dagana. Tengdadóttir mín, Sonja, gengin átta mánuði með sonarson minn, lét sig hafa það að koma til mín á spítalann og vera hjá mér á svartasta tímabilinu þar og svo mætti lengi telja.

Auðvitað setur svona dæmi allt á annan endann í lífi mínu og starfi. Ég verð að fresta fjölmörgum verkefnum, eins og ég hef áður sagt, og svo var ég  t.d. staðráðin í að mæta á hið árlega Dýrfirðingakaffi, sem haldið var í dag,  en af því varð ekki. Þá var ég búin að ákveða að hlaupa 10 km í næsta Reykjavíkurmaraþoni og fleira og fleira. Nú hefur fleygur verið rekinn  í gegnum allar áætlanir og það er ekkert gott að sætta sig við það. En skynsemin ræður. Ég get að minnsta kosti bloggað meira en áður (hef tíma) og lesið færslur vina minna.

Ekki meira að sinni - en ég ætla að hafa næstu færslu skemmtilega. Veikindatal er mér ekki að skapi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Láttu þér bara batna Ransý mín..

Agnes Ólöf Thorarensen, 13.4.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góðan bata Ragnheiður mín. Við megum ekki við að missa þig lengi.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já góðan bata.

Maður tekur heilsuna allt of mikið sem gefna og finnur það verulega ef eitthvað bregður út af, þá er eins og maður vakni upp.

 Ein vinkona sem hefur verið í krabbameinsmeðferð sagðist einmitt hafa hugsað  þegar hún heyrði fólk kvarta yfir því á sunnudegi að þurfa að mæta í vinnu á mánudagsmorgni, hvað hún myndi vilja óska þess að geta mætt í vinnu á mánudagsmorgni.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Katrín

Kæra vina ég vona svo sannarlega að rannsókn leiði í ljós hvað angrar svo hægt sé að taka á því.  Guði sé lof að þú fékkst ,,áminningu" og þannig tekist að forðast stórslys.  farðu vel með þig mín kæra. ´Sendi þér góða strauma og hugsanir

kveðjur úr Víkinni

Katrín, 15.4.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband