11.4.2008 | 23:23
Helreiðin
Mér datt í hug að birta eitt af örfáum ljóðum sem ég hef þorað að láta frá mér í gengum tíðina. Það á vel við um þessar mundir þegar okkkur berast fréttir af alvarlegum umferðarslysum:
Helreiðin
Í ljósaskiptunum vakna frísandi vélfákar malbiksins.
Undir gljáfægðum mökkum leynast dulin öfl
sem bíða þess að spretta úr spori
á biksvörtum skeiðvelli
í helreið hinna útvöldu.
Lausgirtir knapar horfast í augu
undir tindrandi blikvitum
slá þeir undir nára
og hverfa í blásvartan jóreyk götunnar.
Um himininn þeysa goðin á leirljósum gæðingum eilífðarinnar
og jóreykur þeirra speglast í brostnum augum stálfáks
sem hnaut á miðri leið.
Með vanga við völl
grætur knapi dumbrauðum tárum
sem hverfa í bikið.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott, ekki síður vegna þess að nú fara menn að taka fákana út og þeysa á þeim um víðan völl! Góð áminning, vonandi verður hlustað...
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 02:30
Þú leynir á þér , mín kæra
Flott hjá þér
Þóra Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 22:25
Þetta er sterkt ljóð. Takk fyrir það - og gangi þér allt í haginn næstu daga og alla daga.
Stefán Gíslason, 13.4.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.