11.4.2008 | 19:37
Vondir dagar sem fara batnandi.
Slysaalda gengur yfir landið. Það virðist ekki ein báran stök. Það er erfitt að liggja heima í veikindum og heyra af öllum þessum slysum. Verst er sú tilhugsun að ef til vill hefi mátt koma í veg fyrir sum þeirra ef vegamálayfirvöld hefðu brugðist strax við ábendingum um lagfæringar á merkingum á Reykjanesbrautinni.
Veðrið hefur verið mjög gott að undanförnu og því enn erfiðara að hanga innan dyra og ná kröftum. Ég er svo lánsöm að eiga heim í skjólgóðu hverfi í Hafnarfirði og get því setið stund og stund úti á sólpallinum mínum og sleikt sólina. Það léttir sálartetrið sem er ekki upp á marga fiska núna.
Bloggið hjálpar mér. Þar kemst ég í snertingu við lífið og get lesið blogg vina minna og meðtekið góðar óskir frá þeim. Það er mér mikils virði.
Litli nýi sæti bíllinn minn er austan heiða og er það í vörslu góðs fólks. Ég veit ekki enn hvort hann er skemmdur eftir útafaksturinn en það skiptir mig engu máli. Hann má laga. Sálin mín er á uppleið núna en ég hef verið afskaplega döpur og niðurdregin undanfarna daga. Á morgun ætla ég þó að fara austur og sækja bílinn minn, þ.e. sonur minn og eiginmaður sjá um þá hliðina en ég ætla að hitta móður mína sem dvelur hjá systur minni til þess að halda uppá 75 ára afmæli sitt. Það er ljósið í myrkri lífs míns um þessar mundir. En öll él styttir upp um síðir.
Kærar kveðjur og þakkir fyrir baráttukveðjurnar sem mér hafa borist. Ég held ég sé eins og kötturinn - ég á níu líf (þótt sum séu þegar farin) og kem alltaf niður á fjóra fætur.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu kveðjur
Kjartan Pálmarsson, 11.4.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.