9.4.2008 | 08:37
Lánið í óláninu. Erfið lífsreynsla.
Í gær varð ég fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að lenda utan vegar á Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Það kom ekki til af góðu þar sem ég fékk e.k. flogakast eða annað óskilgreint tilfelli sem enn er í athugun. Ég náði að aka út í kantinn en man lítt eða ekki eftir því sem á eftir kom nema hvað ég man eftir yndislegum manni og konu sem hjálpuðu mér á staðnum. Því miður veit ég ekki nöfn þeirra en þau reyndust mér afar vel á staðnum. Ég dvaldi heilan dag slysadeild LSP og naut þar frábærrar umönnunar.
Ég er á batavegi en fyrir liggur að ég þarf að gangast undir miklar rannsóknir. Það tókst þó að útiloka heilablæðingu eða annað viðlíka alvarlegt. Ég er auðvitað afar þakklát fyrir að hafa getað brugðist strax við og hægt ferðina og ekið útaf veginum án þess að skaða aðra vegfarendur. Það hefði verið óbærileg tilhugsun.
Nú jafna ég mig heima og vonast til að komast aftur til vinnu sem allra fyrst. Ég fékk lítilsháttar máttleysistilfinningu í vinstri hlið líkamans en það er allt að koma til baka.
Þótt atvikið hafi vissulega verið óhugnanlegt og litið illa út á tímabili, leitar hugur minn frekar til aðstandenda mannsins sem lést í umferðarslysi á sama tíma og ég var enn í sjúkrabílnum á leið til Reykjavíkur. Þá var einnig ungur maður sem lést í slysi í gær, þannig að mitt tilfelli er ekkert til að tala um í samanburði við raunverulegan harm þeirra sem syrgja nú ástvini sína.
Mig langar að koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem hjálpuðu mér og hlúðu að mér á slysstað í gær. Ef einhver veit nöfn þeirra langar mig til að þakka þeim persónulega. Ekki síður er ég þakklát sjúkraflutningamönnum sem sannarlega kunni sitt fag.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mínar bestu batakveðjur
Kjartan Pálmarsson, 9.4.2008 kl. 08:58
Innilegar batakveðjur til þín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 09:09
Guði sé lof að ekkert alvarlegt kom fyrir þig Ragnheiður mín.
Láttu þér batna - ég hringi.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.4.2008 kl. 10:02
Ég hringi líka...
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:05
Mínar bestu bataóskir
Anna Gísladóttir, 9.4.2008 kl. 10:05
Elsku Ragnheiður ! Guð sé lof fyrir, að þú náðir,að keyra út í kant, áður en þú dast út. En slappst þú við meiðsli? - Ég vona að þú fáir fljótt úr því skorið hvað þarna gerðist, óvissan er allra verst. - Þú fílhrausta kona, ertu nú búinn að yfirkeyra þig. Nú, verðurðu að slaka vel á, áður en þú ferð á kaf í vinnu aftur. Þú verður að gegna og fara vel með þig, svo að við getur haldið upp á afmælið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:55
Sæl Ragnheiður. Gott að heyra að þú ert að hressast. Það er ekkert grín að lenda í þessum aðstæðum. Þetta sýnir bara að það geta allir lent í veikindum og óhöppum því Þú ert holdgerfingur hreystinnar í mínum huga. Gangi þér allt í haginn. Batakveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:21
Það er gott að vita af góðu fólki eins og ykkur sem senda góðar kveðjur. Svona atburður hefur mikil áhrif á sálartetrið og það verður að segjast eins og er að ég hef verið fremur aum á sálinni síðan þetta gerðist. Að er hægara um að tala en í að komast. Þau orð eiga afar vel við - enda hef ég það að atvinnu að reyna að koma í veg fyrir umferðarslys.
Það er mér mjög mikils virði að sjá góðar óskir hér á síðunni. Kærar þakkir, góðu vinir.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:39
Bataóskir, þetta hefur verið skelfileg lífsreynsla og gott að ekki fór ver. Held að margir hugsi núna til allra þeirra sem hafa verið að lenda í hremmingum í umferðinni, þetta ætlar engan endi að taka.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.4.2008 kl. 22:14
Elsku Ragnheiður: Mikið er ég fegin að lesa að þú skulir ver að ná þér aftur. Þetta hlýtur að vera skelfileg reynsla að lenda í. Sendi þér allar mínar bestu óskir
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:56
Mikið varstu heppin að ná að stoppa í tækka tíð og gott að heyra að þú ert að jafna þig aftur.Farðu vel með þig elskan.Stórt knús frá mér og mínum.Þín Lóa
Agnes Ólöf Thorarensen, 10.4.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.