3.4.2008 | 09:35
Skemmtilegur félagsskapur.
Ég átti afskaplega skemmtilegan forvarnafund með mæðrum i litlu bæjarfélagi. Þær koma saman reglulega með ungbörnin sín og ræða ýmis mál og fá gjarnan gest í heimsókn til þess að fjalla um ýmis mál er varða börn. Í þetta sinn kölluðu þær á mig til þess að ræða öryggismál barna í víðasta skilningi. Eftir að hafa haldið fyrirlestur um varnir gegn slysum í heimahúsum, sem og utandyra, fórum við yfir ýmiss konar öryggisbúnað sem hægt er að kaupa til þess að tryggja öryggi barnanna auk þess sem ég skoðaði barnabílstóla mæðranna í bílunum sem voru fyrir utan og gaf góð ráð. Á eftir var mér boðið í kaffi með heimabökuðu góðgæti.
Þetta var afskaplega skemmtileg stund með ungu mæðrunum og gaman að fá að sjá öll þessi fallegu börn. Það vakti athygli mína að þessi félagsskapur, sem ætlaður er ungum foreldrum, samanstóð af konum, eingöngu. Þarna var sem sagt enginn pabbi. En félagsskapurinn var skemmtilegur og mannbætandi.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt að vera boðið að koma á svona fund sérstaklega með góðar ábendingar eins og þær sem þú fluttir hópnum.
Kolbrún Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.