31.3.2008 | 21:47
Enginn hagnast nema lyfsalarnir.
Fyrir margt löngu þók ég þátt í stofnun Félags krabbameinsveikra barna og vann meðal annars að fjáröflun fyrir félagið. Ég tók að mér að hringja í nokkra lyfsala í þeirri von að þeir létu eitthvað af hendi rakna til félagsins svo létta mætti undir með fjölskyldum krabbameinsveikra barna. Ég bjóst við afar jákvæðum viðbrögðum, einkanlega vegna þess að fólk með krabbamein er einn stærsti viðskiptavinur lyfsalanna - enda krabbameinslysin ekki aldeilis ódýr og álagning lyfsalanna ekki í lægri kantinum. Ég var í senn hissa og vonsvikin þegar ég fékk hverja synjunina á fætur annarri meðal lyfsalanna. Upp úr krafsinu höfðust heilar 5000 krónur (að vísu fyrir 17 árum) en það framlag kom frá fremur litlum lyfsala á landsbyggðinni. Nokkrir einstaklingar í fjölskyldu minni eru langveikir, þ.e. með sjúkdóma sem læknavísindin hafa ekki enn fundið lausn á; þ.e. þeir verða að taka lyf af hinum ýmsu gerðum. Sumir þessara sjúkdóma eru þess eðlis að læknar reyna hin ýmsu lyf í þeirri von að þau lini þjáningar sjúklinga sinna og virki á viðkomandi sjúkdóm. Og þar er ég komin að kjarna málsins: Þeir "reyna" lyfin á sjúklingum sínum og ef þau virka ekki eru skrifaður út annar skammtur af öðrum lyfjum. Það sem vekur furðu mína og reiði er sú staðreynd að sjúklingurinn er látinn kaupa stóran skammt af lyfinu, án þess að nokkur vissa sé fyrir því að það virki á hann. Ef það virkar ekki, situr sjúklingurinn uppi með stóran skammt af lyfjum sem hann er búinn að greiða háar fjárhæðir fyrir auk þess sem Tryggingastofnun greiðir mun hærri upphæð fyrir skammtinn sem aldrei verður notaður. Sjálf fékk ég einu sinni lyf sem átti að virka á tiltekinn kvilla og kostaði sá skammtur 5.700 krónur auk þess sem TR greiddi heilar 28.000 að auki fyrir skammtinn. Ég reyndist hafa ofnæmi fyrir lyfjunum og þegar betur var að gáð, stóð í leiðbeiningunum að ein af algengustu aukaverkununum væri ofnæmisviðbrögð! Þegar læknar ávísa lyfjum, sem kosta sjúklinginn stórar fjárhæðir auk þess sem ríkið ber enn hærri kostnað, þætti mér eðlilegra að sjúklingurinn fengi "prufuskammt" ef lyfið skyldi ekki henta. Í lyfjaskápum fjölskyldu minnar má finna mikil "verðmæti" í ónotuðum lyfjum sem senn enda í eyðingu hjá Sorpu. Í sumum tilfellum er aðeins búið að taka 2-5 töflur af viðkomandi lyfjaskammti. Til þess að kóróna vitleysuna skrifa læknar oft upp á 3-6 mánaða skammt "af því að er hlutfallslega ódýrara fyrir sjúklinginn." Ég vona svo sannarlega að lyfsalarnir séu ekki illa haldnir og geti séð af nokkrum krónum til krabbameinsveikra barna og annarra sem verða að eiga við þá viðskipti, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ég vona líka að læknar hætti að ávísa heilu stæðunum af lyfjaskömmtum til sjúklinga sinna án þess að kynna sér fyrst hvort lyfið gagnist viðkomandi sjúklingi eða hann hreinlega þoli það. Ef haldið verður áfram á þessari braut, halda áfram að hlaðast upp lyf sem lenda í eyðingu hjá Sorpu, almenningur borgar stórar fjárhæðir í ekkert, ríkið tapar miklum fjárhæðum og enginn hagnast nema lyfsalarnir.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.