30.3.2008 | 11:21
27 árum og lengi í Miðbænum.
Fyrir fimm árum tókum við hjón þá gæfusömu ákvörðun að flytja úr miðbæ Reykjavíkur, suður í Hafnarfjörð eftir 27 ára búsetu í Þingholtunum. Eftir að hafa búið hér í fimm ár, naga ég mig í handabökin fyrir að hafa ekki tekið þessa ákvörðun fyrr. Nú fæ ég innilokunarkennd það sjaldan sem ég á erindi á gamlar slóðir. Ég áttaði mig á því fyrr en ég kom hingað í norðurbæ Hafnarfjarðar hversu mjög ég var innilokuð á gamla staðnum. Við hjónin keyptum gamalt hús á áttunda áratugnum og gerðum það alveg upp frá rótum. 27 árum síðar var húsið komið á annan hring í endurbótum og því urðum við að taka ákvörðun um hvort við legðum í stórfelldar aðgerðir eða seldum. Síðari kosturinn varð ofaná og það er ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Verst er að hafa ekki getað keypst einbýlishús þegar drengirnir okkar voru litlir og þurftu á meira plássi að halda og öryggi utandyra. Þegar við fluttum á Urðarstíginn var gamalt fólk í meirihluta nágranna okkar. Um leið og eitthvert húsanna var selt, var það nánast reglan að það var rifið og stærra hús, jafnvel upp á fjórar hæðir, byggt á lóðinni. Það hafði í för með sér fleiri bíla og fleiri börn. Hverfið bauð samt ekki uppá þjónustu við barnafólk, hvað þá það umferðaröryggi sem börn þurfa á að halda og eiga rétt á. Síðustu árin var það nánast heppni ef maður fékk bílastæði þegar maður kom heim úr vinnunni á daginn - svo ekki sé talað um þá sem komu í heimsókn til okkar á kvöldin. Þeir urðu oft að leggja bílum sínum í nokkur hundruð metra fjarlægð! Þá var ekki óalgengt að skemmtanaþyrstir einstaklingar gengju örna sinna í garðinum okkar og varla leið svo árið að reiðhjóli væri ekki stolið við húsgaflinn - enda enginn bílskúrinn til að geyma það. Það er því engin eftirsjá og fráleitt nein nostalgía sem grípur mig þegar ég neyðist til að fara í miðbæ Reykjavíkur.
Hér í Hafnarfirðinum er hraunið allt um hring, álfar á sveimi (örugglega) fuglasöngur, kettir á vappi, reiðhjól fá að vera í friði, engin pissar utan í húsið mitt og fegurðin ein og friðurinn ríkja. Þegar ég sé svo fréttir að niðurníddum húsum í miðbæ Reykjavíkur og metnaðarleysi borgaryfirvalda í þeim efnum, minnir það mig enn og aftur á hversu mjög ákvörðun mín var rétt að koma mér þaðan í tíma.
Nú er afar fallegur sunnudagur. Ég var búin að klippa trén í garðinum og fara í göngutúr á Garðaholtið. Innan tíðar flauta hjólavinkonur mínar í Hjólreiðafélagi hafnfirskra kvenna til leiks og þá hjólum við kellurnar saman um fallega bæinn okkar og nágrannasveitarfélög. Það verður líklega um það bil sem sonarsonur minn fæðist, þ.e. um miðjan maí. Hlakka mjög til að fá hann í heiminn - enda eru barnabörnin, tvíburastelpurnar mínar, orðnar 15 ára að verða 16!
Ég fór einn hring á blogginu í morgun og staldraði að vanda við síðu vinkonu minnar kærrar, Láru Hönnu Einarsdóttur sem er snillingur í að skrifa um þjóðfélagsmál. Lára er mikill mannvinur, náttúruunnandi og lífsspekúlant og sannarlega mannbætandi að lesa færslurnar hennar og þess vegna vil ég að aðrir njóti líka. Slóðin hennar Láru er: www.larahanna.blog.is
Kveðja úr Firðinum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá athugasemd frá þér hjá Anno, varðandi barnabarnið þitt sem vann Samfés. Mig langaði bara að segja þér að ég sá hana i sjónvarpinu (Kastljós eða ísland í dag held ég) og ég féll í stafi. Þvílíkur þroski. Þvílík rödd (og meira að segja óþarfi að bæta við: ..hjá svo ungri dömu. Fertugri væri henni sómi af þessari söngrödd). Ef hún velur það sjálf, þá veit ég með fullri vissu að hún á eftir að hrífa alla þjóðina. Til hamingju með hana.
Og til hamingju með 5 ára gömlu ákvörðunina. Miðbærinn hefur aldrei heillað mig til búsetu og eins og hann lítur út núna er hann ekki til margs nýtanlegur.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 11:48
Ragnheiður. Það er betra að vitkast seint en aldrei...Hættu að naga og hrósaðu góðri ákvörðun
Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 16:05
Í staðinn fyrir að naga þig ættiru að þakka fyrir að draga það ekki ennþá lengur að taka þessa ákvörðun og vera glöð yfir þvi að hafa gert þetta á þessum tíma en ekki kannski fyrir ári síðan ........ Upp með Pollýönnu
Anna Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 08:41
Sæl bloggvinkona. Mér finnst gott að sjá að þér líður vel í Hafnarfirðinum. Ég var vön að segja, hér áður fyrr, að þegar ég réði sjálf hvar ég byggi yrði það í Hafnarfirði. Ég á mitt móðurfólk þar og var þar hjá ömmu og afa þegar ég var krakki (ótrúlega langt síðan það var ) Nú bý ég í Kópavogi við sjóinn og ekkert á förum þaðan. Ég væri samt alveg til í að tilheyra þessu hafnfirska hjólafélagi. Skil ég bloggfærslu Jónu rétt ? Er það barnabarn þitt sem vann Samfés. Ég varð alveg heilluð og var að hugsa með sjálfri mér að svona hæfileikaríkur einstaklingur þyrfti ekki að fara í gegnum Idol eða Bandið hans Bubba til að ná langt. Hún er með afar þroskaða rödd, eins og hún sé búin að syngja mikið í mörg ár. Ég á líka "von" á barnabarni í lok mai. Lítill Hafnfirðingur á leiðinni og annar eins og hálfs árs hjá yngri dótturinni.
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.3.2008 kl. 17:41
Sæl, Kolbrún. Já, það er rétt. Stefanía Svavarsdóttir er sonardóttir mín, annar tvíbura sem hann á með Ragnheiði Valdimarsdóttur, vestfirskri ágætiskonu úr Mosfellsbæ. Hún er mikil söngkona nú þegar og á án efa eftir að ná langt. Það besta við hana er þó sú staðreynd að hún er góð stúlka, samviskusöm og greind, rétt eins og tvíburasystir hennar.
www.HHK.blog.iser síða Hjólreiðafélags hafnfirskra kvenna sem hjólar saman tvisvar í viku, aðallega á sumrin. Við förum stundum um þína sókn og því væri gaman að fá þig með hópinn. Þá væri ekki leiðinlegt ef við, kerlingarnar sem sóttum námskeiðið hjá Hansínu, tækjum okkar saman og hittumst! Ertu í sambandi við einhverja þeirra?
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.3.2008 kl. 19:10
Sæl vertu. Ég skrapp í golfferð og því svona sein að svara þér. Já stúlkan er vissulega mjög góð í söng og ekki efa ég að hún er skínandi einstaklingur. Það væri mjög gaman að hóa saman þessum kjarnakonum sem voru með okkur á námskeiðinu en ég er ekki í sambandi við neina þeirra. Það er samt ekki flókið að finna þær. Eru þær ekki allar toppar einhversstaðar.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.