Varúð. Bifhjólamenn sjást illa í umferðinni.

Því miður virðist alltof algengt að ökumenn aki undir áhrifum fíkniefna. Almenningur er oft ekki meðvitaður um fíkniefnanotkun við akstur - enda finnst oft engin lykt af fólki sem neytt hefur fíkniefna, öfugt við ölvaða ökumenn þegar áfengislyktin kemur upp um þá.

Ég þekki dæmi lögregluembætti úti á landi þar sem lögreglumenn gerðu "rassíu" og könnuðu ástand allra sem óku tiltekna götu á ákveðnum tíma. Tekið var þvagsýni/blóðsýni eftir atvikum og kom í ljós að fjórðungur ökumenna var með fíkniefni í líkamanum. Menn gera sér e.t.v. ekki grein fyrir að fíkniefni geta mælst í líkamsvessum í allt að fjórar vikur eftir að þeirra er neytt.

Á þessum árstíma fer vélhjólum fjölgangi á götum og vegum og það hefur því miður oft í för með sér fleiri umferðarslys sem tengjast vélhjólum. reynslan sýnir að í flestum tilfellum eru hjólamenn í umferðarlagalegum rétti, þ.e. þeir eiga oftast ekki sök á slysinu/óhappinu þegar um tvö ökutæki er að ræða. Við skýrslutöku kemur oft í ljós að sá sem olli slysinu sá ekki vélhjólið. Vélhjólamenn eru oftar en ekki dökkklæddir á dökkum hjólum og falla því oft inn í umhverfið, þ.e. götuna eða veginn. það er því sérstök ástæða til að vera aðra ökumenn við vélhjólamönnum og hvetja þá til að líta vel í kringum sig. Vélhjólaslys eru ein alvarlegustu slys á fólki sem þekkjast í umferðinni. Vélhjólamaðurinn er ekki með bílbelti eða hús yfir sér eins og þeir sem aka bifreiðum og því verða áverkar ökumanna þeirra oft mun meiri en annarra.

 


mbl.is Ökumaður olli slysi undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: argur

Bifhjólamenn sjást ágætlega í umferðinni, það er ljós á öllum hjólum.

Málið er bara að bílstjórar eru uppteknir við eitthvað annað en aksturinn. 

argur, 17.3.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband