17.3.2008 | 15:57
Varúð. Bifhjólamenn sjást illa í umferðinni.
Því miður virðist alltof algengt að ökumenn aki undir áhrifum fíkniefna. Almenningur er oft ekki meðvitaður um fíkniefnanotkun við akstur - enda finnst oft engin lykt af fólki sem neytt hefur fíkniefna, öfugt við ölvaða ökumenn þegar áfengislyktin kemur upp um þá.
Ég þekki dæmi lögregluembætti úti á landi þar sem lögreglumenn gerðu "rassíu" og könnuðu ástand allra sem óku tiltekna götu á ákveðnum tíma. Tekið var þvagsýni/blóðsýni eftir atvikum og kom í ljós að fjórðungur ökumenna var með fíkniefni í líkamanum. Menn gera sér e.t.v. ekki grein fyrir að fíkniefni geta mælst í líkamsvessum í allt að fjórar vikur eftir að þeirra er neytt.
Á þessum árstíma fer vélhjólum fjölgangi á götum og vegum og það hefur því miður oft í för með sér fleiri umferðarslys sem tengjast vélhjólum. reynslan sýnir að í flestum tilfellum eru hjólamenn í umferðarlagalegum rétti, þ.e. þeir eiga oftast ekki sök á slysinu/óhappinu þegar um tvö ökutæki er að ræða. Við skýrslutöku kemur oft í ljós að sá sem olli slysinu sá ekki vélhjólið. Vélhjólamenn eru oftar en ekki dökkklæddir á dökkum hjólum og falla því oft inn í umhverfið, þ.e. götuna eða veginn. það er því sérstök ástæða til að vera aðra ökumenn við vélhjólamönnum og hvetja þá til að líta vel í kringum sig. Vélhjólaslys eru ein alvarlegustu slys á fólki sem þekkjast í umferðinni. Vélhjólamaðurinn er ekki með bílbelti eða hús yfir sér eins og þeir sem aka bifreiðum og því verða áverkar ökumanna þeirra oft mun meiri en annarra.
![]() |
Ökumaður olli slysi undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bifhjólamenn sjást ágætlega í umferðinni, það er ljós á öllum hjólum.
Málið er bara að bílstjórar eru uppteknir við eitthvað annað en aksturinn.
argur, 17.3.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.