13.3.2008 | 13:24
Aukabúgreinin mín...
Aukabúgreinin mín er fyrirferðarmikil með fullu starfi. Í eina tíða þótti mér ekki tiltökumál að vinna í fullu starfi sem ritstjóri, stjórna einum útvarpsþætti í viku og skrifa heila bók - allt á sama tíma! Það sem ég yngist ekki með árunum fer ekki hjá því að allt aukastúss, meðfram vinnu, taki sinn toll. Auk minnar fyrirferðamiklu vinnu sem forvarnafulltrúi hjá VÍS, með tilheyrandi ferðalögum, sé ég um Dr. RUV þáttinn minn vikulega og tók svo líka að mér að vinna páskaþátt fyrir vinkonu mína, Dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, sem stýrir útvarpsrásum RUV af miklum myndarskap. Þetta er auðvitað afskaplega gaman og þá ekki síst að fá að kynnast útvarpsstemmningunni aftur. En... það tekur á að mæta með upptökutækið út á akurinn og klippa svo efnið heima í tölvunni, setja saman í hljóðveri og klára þetta dæmi fyrir páska. Þátturinn minn heitir "Gengið fyrir gafl" og er um fermingar fyrr og nú, eins og nafnið gefur til kynna. Ég ræði við fólk á misjöfnum aldri um þessi miklu tímamót í lífi þess og spila fallega tónlist á milli atriða. Líklega hef ég ekki gert mér grein fyrir tæknibyltingunni sem orðið hefur í upptökumálum í útvarpi - enda fékk ég vægt taugaáfall þegar ég sá öll diggital tækin og forritin sem ég þarf að nota til að koma saman einum þætti! Hér áður fyrr rogaðist ég með stórt og þungt gamaldags upptökutæki, segulbandsspólum, tók upp viðtölin mín, tímaklippti þau og fékk svo einn hinna frábæru tæknimanna RUV til að setja saman þáttinn. Þá var bandið bara límt saman og engar tölvur til að flækja málin. En nú er öldin önnur og ekki alveg í takt við tækniþekkingu dagskrárgerðarmannsins sem áður mætti með segulbandshlunkinn. En þolinmæði tæknideildar RUV eru engin takmörk sett og því hefur þetta allt saman lukkast blessunarlega. Árangurinn má heyra í RUV á annan í páskum kl. 16.05.
Um helgina ætlar forvarnafulltrúinn og dagskrárgerðarmaðurinn að hvíla sig eftir erilsama daga. Það verur kærkomin hvíld. Ætli ég skreppi ekki og heimsæki systur mínar fyrir austan fjall og taki með mér Steinunni, tvíbura, sem fallið hefur svolítið í skuggann af systur sinni, söngdrottningunni. Steinunn mun kannski leggja á með ömmu sinni og ríða út - en hún er einkar lagin hestakona og listakona - enda teiknar hún og málar af viðlíka snilld og systir hennar syngur. Ekki amalegt að eiga svona dásamlegar sonardætur.
Svo eru bara tveir mánuðir í fæðingu sonarsonarins sem von er á um miðjan maí. Hvort hann verður eins listhneigður og systur hans, er ekki gott að spá um - en líklegt er það þar sem móðir hans er listhneigð á sviði hönnunar og er lærður skraddari. Það er því allt eins víst að enn bætist í listamannaflóruna í stórfjölskyldunni. Hlakka til.
Myndin hér að ofan er af systrunum, litlum, ásamt konu sem þjóðin þekkir, Vigdísi forseta.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.