11.3.2008 | 14:20
Stolt amma í öryggismálum!
Það var stolt amma sem horfði á barnabarnið sitt syngja í Kastljósinu í gærkveldi. Það var ekki leiðinlegt að sjá hvað stelpan stóð sig vel. Amman var dregin út úr skólastofu í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti þar sem hún var að uppfræða ungviðið um hætturnar í umferðinni og sett framan við hljóðnema og myndavél. Afskaplega skemmtileg tilbreyting að fá að tala um annað en umferðaröryggi í fjölmiðlum og ekki sakar að umræðuefnið er hæfileikarík sonardóttir. Síminn minn hefur varla þagnað vegna hamingjuóska með barnið og amman auðvitað að rifna af stolti. Systursonur minn, Davíð Smári, er einnig söngvari góður svo varla verða vandræði með söngatriði í fjölskylduboðum í framtíðinni. Eitt er víst að þessi tvö hafa ekki sönghæfileikana frá mér - enda er mér margt betur til lista lagt en að syngja.
Öryggisnámskeiðið á Hvanneyri gekk vel og allir afar sáttir. 50 manns mættu og höfðu bæði gagn og gaman af. Frábært fólk í LBHÍ á Hvanneyri stóð vel að námskeiðinu með VÍS og Reynir Aðalsteinsson, tamningasnillingur, sýndi hvernig umgangast á hesta og skilja táknmál þeirra. Það er rétt eins og ósýnilegur strengur sé á milli Reynis og hestsins - svo ótrúleg er næmni hans í samskiptum við hesta. Á myndinni hér að ofan er auk mín Rúnar Þór Guðbrandsson, frá VÍS og Elsa Albertsdóttir, doktorsnemi og hestakona sem var aðal fyrirlesarinn á námskeiðinu.
Hér má sjá upptöku úr Kastljósinu í gær.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.