9.3.2008 | 23:22
Hestadagur á Hvanneyri, sigur á Samfés og litli námsmaðurinn minn kominn í heimahagann!
Þetta er Stefanía mín að syngja sigurlagið á Samfés.
Góð helgi að baki. Í gær, laugardag, var ég allan daginn á Hvanneyri og á Mið-Fossum þar sem VÍS var með öryggisnámskeið fyrir hestamenn í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið heppnaðist afar vel og það var þreyttur en ánægður forvarnafulltrúi sem kom heim síðla dags, tilbúinn í að tak á móti litla námsmanninum mínum sem kom í dag heim frá Danmörku með hæstu einkunn frá skólanum sínum í Viborg.
Það var reyndar þreföld ástæða til að fagnaðar í fjölskyldunni; vel heppnað námskeið á Hvanneyri, Stefanía sonardóttir mín vann Samfés söngvakeppnina og litli námsmaðurinn kominn heim. Ekki minna en tvö lambalæri dugðu til að fagna í dag. Níu manns við litla borðstofuborðið mitt í Heiðvanginum, auk okkar hjónanna voru synir okkar og tengdadætur, Steinunn og Stefanía, barnabörnin mín, og Jón Oddur kærasti Stefaníu söngdrottningarinnar.
Á morgun tekur við annasöm vinnuvika. Margir umferðarfundir í framhaldsskólunum og upptaka á tveimur útvarpsþáttum; Dr. RUV á miðvikudaginn og páskaþættinum "Gengið fyrir gafl" sem verður á dagskrá á annan í páskum. Nóg að sýsla næstu daga.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju, til hamingju, til hamingju... með þetta allt saman, mín kæra! Er Jökull þá útskrifaður?
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:24
Til lukku með stelpuna...þetta er bara æðislegt..
Agnes Ólöf Thorarensen, 9.3.2008 kl. 23:25
Jökull minn er ekki útskrifaður en var hæstur á önninni. Hann er búinn með tvö ár af fjórum. Já, ég er sannarlega stolt af Stefaníu minni. Hún stóð sig frábærlega vel og bar af öðrum keppendum, þótt ég segi sjálf frá!
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:31
Flott hjá stelpunni! Til hamingju. Kveðja
Eyþór Árnason, 10.3.2008 kl. 21:40
Ranka mín áttu ekki betri mynd af stelpu; sendu mér nú af þeim báðum gullmolunum þínum; Jói hlýtur að lumma á einhverju.
Var búin að óska þér til hamingju - sakar ekki að gera það aftur þú ert rík að eiga þessar tvær stóru vel gerðu gáfnaljós sem allt geta. Og ekki bara geta heldur gera vel. Var svo einhver að segja að börn ungar foreldra ættu erfiðara uppdráttar...? Varla.
Forvitna blaðakonan, 10.3.2008 kl. 23:10
Til hamingju með stúlkuna og áfram með öryggisfræðsluna, styð þig svo heilshugar í baráttunni fyrir meira öryggi í umferð, íþróttum og alls staðar þar sem hægt er að læra og fræða. Nota tækifærið í leiðinni að koma því að.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:35
Til hamingju með ömmustelpuna !
Anna Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 08:03
Til hamingju með hana Ragnheiður mín. Hún er bráðfalleg og frábær söngkona.
Steingerður Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:20
Kærar þakkir fyrir góðar óskir. Stefanía mín er einstök stelpa, gáfuð, vel gerð og yndisleg. Tvíburasystir hennar, Steinunn, er einnig mjög hæfileikarík; málar á striga og afburðanámskona. Það er sannarlega forréttindi að eiga svona góðar sonardætur.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.