29.2.2008 | 13:40
Af hestamönnum og afkvæmum.
Helgin framundan og miklar annir, sem aðallega felast í fyrirlestrahaldi og ferðalögum, að baki í bili. Og þó! Ein Akureyrarferð eftir. Hún skal farin síðla dags í þeim erindum að sækja öryggisfund hestamannafélagsins Léttis á Akureyri kl. 16.30 í dag. Þeir Léttismenn eru að berjast gegn lagningu akstursíþróttasvæðis í Glerárdalnum þar sem þeir telja að hætta geti stafað af hljóðmengun frá brautinni. Skil vel áhyggjur þeirra - enda er svæðið fyrirhugað á milli hesthúsahverfa þar nyrðra. Sjálf er ég að þykjast vera hestakona, þótt ástundun nú um stundir sé fátækleg. Hestar óttast hávaða og þá einkanlega hvelli og drunur, sbr. ótta þeirra við rakettur og skothvelli um áramótin.
Ég ætla líka að nota tækifærið og hitta mína ástkæru vinkonu, Sigrúnu Ólafsdóttur, fyrrum samstarfskonu mína úr lögreglunni og fjallgönguvinkonu, en hún dvelur lögnum norðan heiða í faðmi unnusta síns sem er norðanmaður. Ég hlakka til að hitta unnustann því ég er nánast farin að halda að maðurinn sé huldumaður vegna þess að mér hefur ekki auðnast að sjá hann nema í mýflugumynd á þeim þremur árum frá því þau byrjuðu sitt góða samband. Það kann að helgast af landfræðilegum annmörkum og skal nú úr því bætt.
Gracía mín, afríska dóttir mín, er að verða þriggja ára í næsta mánuði og mér barst ný ljósmynd af henni. Hún hefur vaxið og dafnað síðan ég sá hana síðast og það er komið blik í augun á henni og fallegt bros. Hitt barnið mitt sem er í útlöngum (því Gracíu kalla ég barnið mitt) er í Danaveldi og er væntanlegt heim eftir nokkra daga eftir að önninni í skólanum hans, jóska, er lokið. Þá verður aftur líf og fjör í húsinu í hrauninu í Hafnarfirði; tómar og hálfdrukknar gosflöskur fara birtast, skítugir sokkar hér og þar, tómir pítsukassar og fleira sem tengist ungu fólki - svo ekki sé talað um háværu tónlistina sem mun óma um húsið á næstunni. Já, og tómur ísskápur! En yndislegt verður að fá slánann minn aftur í Heiðvanginn.
Þá er annað karlmenni væntanlegt í fjölskylduna, nefnilega fyrsti sonarsonur minn - en fyrir á ég tvær gullfallegar og gáfaðar tvíburasonardætur á 16. ári. Hvað ég hlakka til að verða amma á ný en það skal alveg viðurkennt að ég hefði varla vit á ömmuhlutverkinu þegar það bankaði uppá - enda varla komin af unglingsaldri sjálf! En nú skal farið í ömmugírinn og það mun gerast um miðjan maí þegar prinsinn kemur í heiminn.
En nú eru það hestamenn norðan heiða og ástfangið vinafólk sem mun eiga hug minn allan næstu klukkutímana. Svo kemur helgin og vonandi blessað vorið.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.