"Týndir og slasaðir..."

Týndir og slasaðir bíða menn bana

bægslast á hrossum um grundir og hlíð

en ég hefi hingað til haft fyrir vana

að horfast í augu við það sem ég ríð

Svo orti, að ég held, Hákon Aðalsteinsson, stórskáld, um hestamenn forðum daga. Mér datt þessi vísa í hug um leið og ég var að skipuleggja öryggisnámskeið fyrir hestamenn en þar er einn dagskrárliðurinn sá að læra að detta af baki! Hrossa- og sjóndeprumál hafa átt hug minn allan þessa dagana á milli þess sem ég hef þeyst um "grundir og hlíð" þó ekki á hrossi - heldur vélfuglum og vélfákum til skiptis. Íslenskir knapar hafa dottið óþarflega oft af baki undanfarin ár og slasað sig auk þess sem knapar þarfasta þjónsins, vélfáksins, skirrast oft og tíðum við að nota gleraugun sín í umferðinni.

Aukabúgreinin mín, útvarpsþáttagerðin, hefur einnig verið fyrirferðamikil og þá einkanlega Dr. RUV en efnið í þann góða þátt hef ég sótt víða um land á ferðum mínum. Þá er tilhlökkunarefni að vinna páskaþátt um fermingar en sú vinna er að hefjast og afraksturinn verður opinber kl. 16.07 á annan í páskum.

Nú er ég að þjóta af stað í Efstaleitið á vit Doktorsins sem á morgun fjallar um Samstöðu, slysalausa sýn sem eru baráttusamtök um bætta umferðarmenningu. Sú afurð verður í loftinu á morgun kl. 15.30. Og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

kvitt,kvitt.

Agnes Ólöf Thorarensen, 27.2.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flottur pistill.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

....en ég hefi frá barnæsku haft fyrir vana/

að horfast....

Svona lærði ég þetta og finnst það betra þannig.

Kv.

Árni Gunnarsson, 29.2.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband