14.2.2008 | 16:01
Góð ferð norður
Þóroddur er undurfallegur hestur sem Birkir, skólameistari getur verið stoltur af - enda á hann hlut í honum. Knapinn er Daníel Jónsson.
Norðurferð okkar Elísabetar Tryggadóttur, samstarfskonu minnar, tókst afar vel. Þetta var frumraun Elísabetar á forvarnasviðinu. Vonandi féllust henni ekki hendur eftir þessa upplifun þar sem um er að ræða eina erfiðustu yfirferðina á vetrinum. Við heimsóttum MA, Framhaldsskólann á Laugum og Framhaldsskólann á Húsavík og héldum alls 6 umferðarfundi. Norðurferð okkar Elísabetar Tryggvadóttur, samstarfskonu minnar, tókst afar vel. Þetta var frumraun Elísabetar á forvarnasviðinu. Vonandi féllust henni ekki hendur eftir þessa upplifun þar sem um er að ræða eina erfiðustu yfirferðina á vetrinum. Við heimsóttum MA, Framhaldsskólann á Laugum og Framhaldsskólann á Húsavík og héldum alls 6 umferðarfundi. Eins og alltaf er sérstaklega gaman að koma að Laugum og í Framhaldsskólann á Húsavík. Valgerður skólameistari á Laugum var því miður ekki við en þess tók ég smá pólitíska umræðu við Arnór Ben, sem er einn kennaranna og að auki gamall vinur. Alltaf hressandi að ræða pólitík við Arnór - enda maðurinn fjallskemmtilegur. Þá er Birkir skólameistari á Húsavík ekki síðri - en umræðan á kennarastofunni snerist aðallega um hross og þá einkanlega afkvæmi Þórodds frá Þóroddsstöðum! Birkir er heittrúaður hestamaður og ekki leiðinlegt að ræða það áhugamál okkar beggja.
Síðari daginn heimsóttum við Lísa MA þar sem við töluðum yfir tæplega 300 nýnemum. krakkar voru dásamlegir, einu orði sagt. Það er ekki sjálfgefið að fá athygli ungmenna á þessum aldri óskipta - en þannig var það í MA. Það er einstakt að heimsækja MA - vel tekið á móti okkur og skipulagið til fyrirmyndar á allan hátt.
Það voru þreyttar "umferðarkonur" sem lentu heilu og höldnu í Reykjavík á sjötta tímanum í gær. Önnur fór beina leið heim, spennt að hitta börnin sín þrjú, en hin fór Ríkisútvarpið og kláraði Dr. Ruv þar sem fjallað var um umdeilda kvartmílubraut sem á að staðsetja á milli hesthúsahverfanna á Akureyri. Undarleg ráðstöfun það - enda hræðast hestar fátt meira en hávaða sem borist getur frá alls kyns ökutækjum sem þar verða. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga er það ávísun á stórslys, eins og Ólafur Hjálmarsson, hljóðverkfræðingur, kemst að orði í þættinum í dag.
Bóndi minn tók vel á móti spúsu sinni, örþreyttri, með snitsel í matinn. Svaf eins og engill eftir vel heppnaða ferð norður í land.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært..Góður endir á skemmtilegri ferð norður..
Agnes Ólöf Thorarensen, 14.2.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.