Ófærð á morgun?

Á morgun er ætlunin að fljúga til Akureyrar til þess að sækja fund hjá Hestamannafélaginu Létti og Landssambandi hestamanna. Rætt verður um öryggismál í hestamennsku sem ekki virðist vera vanþörf á miðað við alltof tíð hestaslys undanfarin ár. En svo er aftur spurningin hvort flogið verður norður miðað við veðurfréttir því mér skilst að á leiðinni sé ein dýpsta lægð sem komið hefur lengi. Svo er aftur spurning hvort ég kemst til baka ef ég á annað borð kemst norður. Þetta veldur mér hugarangri þar sem fátt finnst mér leiðinlegra en að vera veðurteppt úti á landi. Reyndar varð ég einu sinni veðurteppt í þrjá daga í Bolungarvík en það var þó ekki leiðinleg dvöl að bíða eftir flugi þar vestra því ég hef aldrei kynnst eins mörgu góðu fólki og þessa þrjá daga. Vinkona mín, Sossa, dró mig í hver matarboðið á fætur öðru og því leiddist mér ekki eina mínútu. Sú lífsreynsla var öðruvísi en sú sem ég upplifði í Vestmannaeyjum nokkrum árum áður þegar ég sat og beið eftir að komast annað hvort með flugi eða Herjólfi upp á land í þrjá daga. Þá var ég ein og yfirgefin á hóteli í Eyjum og lét mér leiðast. Í Eyjum er nefnilega engin Sossa eins og í Bolungarvík.

Snjórinn gerir mér lífið leitt. Mér leiðist ófærð. Bíð spennt eftir vorinu þegar ég get farið að gramsa í garðinum mínum við álfahúsið mitt í Norðurbæ Hafnarfjarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, hvað það er gott að einhver gangist við óþolinu gagnvart snjónum. Maður er tepptur í hverfinu sínu og kemst hvorki lönd né strönd. - En þar sem þú býrð í Hafnarfirði ... væri ekki gott að hafa innanlandsflugið í Keflavík?

Berglind Steinsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég bíð líka með óþreyju eftir vorinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bolungarvík er flottur bær, þar á systir mí sigrún heima og frænka mín hún ylfa ! sossa veit ég hver er. er að fara þangað í næsta mánuði í fermingarveislu.Fallegan þriðjudag til þín !

Bless frá Lejre

steina 



Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband