Athyglisverður Jón Gnarr og klisjukennd Pressa.

Ég sat við sjónvarpið í gærkveldi og horfði á Sjálfstætt fólk og Pressuna. Fyrri þátturinn var tær snilld. Ég hef lengi fylgst með Jóni Gnarr  - og reyndar lengur en nokkurn grunar  því ég vann með föður hans í mörg ár, Kidda Óskars, sem var lengi á sömu vakt og ég í löggunni í gamla daga. Þá frétti ég af og til af litla pönkaranum hans Kidda Óskars og vissi að hann var svolítið ódæll á tímabili. En það hefur sannarlega ræst úr litla pönkaranum sem nú er einn besti gamanleikari okkar. Reyndar er Jón meira en gamanleikari - því frammistaða hans í dramatískum hlutverkum er ekki síðri, sbr. þær kvikmyndir hann hefur leikið í. Leikur hans í Næturvaktinni var eftirminnilegur því þar tókst honum að draga upp mjög  "tragíkómíska" mynd af  vansælum manni.

Í þættinum í gær tók ég sérstaklega eftir ákveðnum ummælum Jóns sem gengu út á það hvernig sumt fólk stjórnar líðan annars fólks sem þögninni einni og svipbrigðum. Það er hverju orði sannara. Alltof margir ýta undir óframfærni og vanlíðan þeirra sem minna mega sín með því að nota augnaráðið og svipbrigðin - án þess að setja aukatekið orð. Það er nefnilega hægt að segja svo mikið með þögninni og andlitinu - bæði jákvætt og neikvætt.

Jón Gnarr kom mér skemmtilega á óvart með hógværð sinni og hreinskilni. Ég las Indíánann hans  af mikilli athygli og þótti bókin vel skrifuð og umhugsunarverð.

Pressan stóð ekki undir væntingum mínum. Sjálf hef ég bæði verið lögga og blaðamaður og þekki því vel til verka á báðum vígstöðvum. Atburðarrásin var nokkuð ýkt og ósannfærandi auk þess sem mér er til efs að vinnubrögð á ritstjórnum fréttablaðs séu eins og þau voru fram sett í þessum þáttum. Kvikmyndataka og leikur var þó hvoru tveggja til fyrirmyndar. Sérstaklega þótti mér leikur hinna lítt reyndu leikara góður og sannfærandi. Sviðsleikararnir áttu til að ofleika, sénstaklega Þorsteinn Gunnarsson og sá sem lék lögreglumanninn (man ekki í svipinn hvað hann heitir). Sá var klisjukenndur, líkt og ritstjórinn á fréttablaðinu. Ég er fyrir löngu orðin leið á þeirri klisju að blaðamenn séu stressaðir stórreykingamenn og löggur séu töffarar. Þannig er það bara ekki í raunveruleikanum nema í undantekningartilfellum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Að hluta til er ég sammála með Pressuna. Mjög gloppótt persónusköpun. Sumir voru eins og klipptir út úr ritsjórn gamla DV enda voru Óskar og Sigurjón eins og flugur á vegg á ritstjórninni á sínum tíma og fylgdust með.

Aðal brotalömin var unga blaðakonan sem var komin með alla frasana á hreint eftir tveggja daga vinnu. Fyrir utan það að engin alvöru ritsjóri hefði sett nýliða í svo umfangsmikið verkefni. Enda ekki hægt að ætla nýliða að slíkt verkefni því það þarf reynslu og þekkingu til.

Held að það hafi pirrað vana blaðamenn að fylgjast með vinnu hennar enda mjög ótrúverðug.

En margt var vel gert og ég þekkti marga minna gömlu félaga á DV og andrúmsloftið á ritsjórninni skilaði sér oft mjög vel.

Forvitna blaðakonan, 10.2.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband