Gaman að vinna með ungu og áhugasömu fólki.

Ég fæ stundum aðstoð í vinnunni; þ.e. fæ að leita eftir kröftum ungs fólks til þess að taka þátt í umferðarfundum VÍS fyrir ungt fólk. Í gær kom ung samstarfskona mín, Elísabet, í fyrsta skipti með mér á umferðarfund í Þjónustumiðstöð VÍS þar sem við tökum á móti ungmennum reglulega. Elísabet hefur unnið með mér í nokkur ár en hún vakti fyrst athygli mína (ótrúlegt en satt) á blogginu!  Ég sá að nokkuð var varið í þessa ungu konu þar sem hún býr yfir mannlegum kærleik og innsæi en hvoru tveggja eru mikilvægir eiginleikar þeirra sem taka að sér að fjalla um jafn alvarleg mál og afleiðingar umferðarslysa. Lísa, en svo er unga samstarfskonan mín kölluð, verður án efa góður fyrirlesari og fræðari ungs fólks því persónutöfrar hennar muni ekki fara framhjá neinum.

Á þessum fjórtán árum sem ég hef stundað forvarnafræðslu á þessu sviði, hafa fjölmargir einstaklingar komið mér til aðstoðar. Það kostar töluverða þjálfun og nokkurn tíma að ná leikni í því að tala við ungt fólk um þennan mikilvæga málaflokk. Það er heldur ekki öllum gefið að tala yfir stórum hópi fólks. Þau ungmenni sem unnið hafa með mér hafa undantekningarlaust talað um hversu mjög þessi vinna hefur þroskað þau og hvað þau hafi lært mikið á samstarfinu. Það þykir mér óendanlega vænt um. En því miður missi ég þau oft frá mér í önnur störf hér innan VÍS - enda er ég ekki sú eina innan fyrirtækisins sem er á höttunum eftir hæfileikaríku fólki. Ég get þó ekki annað en glaðast yfir velgengni þeirra á öðrum vettvangi innan fyrirtækisins - þó ég vildi gjarnan hafa þau lengur með mér.

Ég hlakka til að vinna með Lísu og vona að hún eigi eftir að finna sig í forvarnastarfinu. Það yrði mér, "gömlu konunni"´í faginu mikið gleðiefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

Þú ert greinlega jafn heppinn að þetta hana Lísu og ég Hún er einstök algjör júník !!!!!!

Sigrún, 31.1.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband