Nýtt ár - ný tækifæri.

Þessi árstími hefur löngum lagst illa í mig - enda jólin að baki og hversdagsleikinn tekur við. En hvert ár felur í sér ný tækifæri og gamla árið er liðið og veðrur ekki breytt. Ég hlakka til að takast á við krefjandi verkefni í vinnunni. Mörg slík framundan. Á næstunni fer ég aftur að ferðast um landið og boða "fagnaðarerindið" í formi umferðarslysaforvarna. Litli námsmaðurinn minn er farinn til Jótlands og er að jafna sig í fætinum sem brotnaði illa um daginn. Hann er hörkujaxl hann Jökull minn og lét sig hafa það að fljúga til Danmerkur með illa farinn fót; mjög kvalinn. Nú er hann byrjaður að haltra í skólann og lætur vel af sér.

Móðir mín nýtur lífsins í karabíska hafinu með frænku sinni. gömlu konurnar skemmta sér vel og njóta þess að vera í blíðunni. Sonur minn, sá eldri, er á leið til Florida í dag með konunni sinni og vinum en þau eiga von á barni í vor sem er mikið tilhlökkunarefni fyrir ömmuna sem hefur ekki eignast barnabarn í bráðum 16 ár! Tími til kominn.

Nú er föstudagur og helgin að koma. Hún verður nýtt í útiveru og hreyfingu. Bækurnar á náttborðinu mínu eru allar lesnar og skortur á fleiri góðum. Ég var að enda við að lesa um þeldökka lásasmiðinn hennar Elísabetu Jökulsdóttur og er enn að hugsa málið. Veit ekki alveg hvernig mér finnst hún. Ég er ekki á því að fólk eigi að gera upp ástarsambönd á bók - en sitt sýnist hverjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband