8.1.2008 | 08:43
Námsmaðurinn minn farinn á öðrum fætinum!
Nú tekur hversdagsleikinn við eftir að yngri sonur minn, námsmaðurinn í Danmörku, er aftur farinn til Jótlands til þess að nema fræðin. Hann varð reyndar fyrir því óláni að fótbrotna daginn áður en hann fór út. Það gerðist með þeim hætti að hann fékk ofan á sig rekka þegar hann var að ljósmynda með þeim afleiðingum að stóra táin á hægri fæti fór nánast í tvennt. Ekki skemmtileg byrjun á nýrri námsönn. En ég fer gjarnan í Pollíönnuleikinn við aðstæður sem þessar og segi: "Guði sé lof fyrir að þetta varð ekki verra."
Jóladótið var tekið niður á Heiðvanginum í gær og því fylgir alltaf nokkur söknuður. Það er jafn leiðinlegt að pakka því niður til ársdvalar og það er skemmtilegt að taka það upp og punta fyrir jólin. Nú taka við umferðarfundir, áætlunargerð og amstur vinnudagsins. Náin samskipti við Ræktina voru endurnýjuð þessi áramótin og mæti ég þangað daglega núna til þess að koma mér í form tímanlega - enda metnaðarfullt áramótaheit verið strengt sem þarf að standa við.
Ég varð ljúka við að lesa Þúsund bjartar sólir og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þá las ég Óreiðu á striga og varð alveg heilluð. Ég hef aldrei lesið jafn mikið á stuttum tíma og nú að undanförnu. Þetta hafa verið feit bókajól hjá mér og mínum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi nær strákurinn sér fljót Ransý mín og þú takir gleiði þína á ný eftir jólatiltektina
Þú verður að vera hress og kát eins og þér einni er lagið þegar við gömlu úr Réttó hittumst
Þóra Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.