31.12.2007 | 08:25
Frábærir tónleikar og áramótaheitið.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sækja tónleika hljómsveitarinnar Bob Gillan og Strandvarðanna milli jóla og nýárs. Barnabarnið mitt, Stefanía Svavarsdóttir, stórsöngkona, syngur með hljómsveitinni sem er innansveitarhljómsveit í Mosfellsbæ. Það er skemmst frá því að setja að ungu krakkanir í hljómsveitinni fóru hreint á kostum. Þau eru öll 15 og 16 ára og gerðu þau sér lítið fyrir og fluttu smelli stórhljómsveita á borð við Dire Straits, Eagels og fleiri stórmenna.
Það var dásamlegt að upplifa framtak þessara krakka sem ákváðu að halda tónleika til þess að styrkja hljóðfærakaup hljómsveitarinnra. Tónleikarnir voru haldnir í leikhúsi Mosfellsbæjar og í hléi var boðið uppá smákökur og gos. Amma var auðvitað rosalega stolt af stelpunni sinni sem söng undurvel og ég er illa svikin ef hún á ekki eftir að gera stóra hluti í söngnum í framtíðinni.
Í þessum færslum mínum hefur mér orðið tíðrætt um frábæra æsku þess lands og þann kraft og sköpunargleði sem einkennir hana. Það hefur ekki farið framhjá mér þegar ég heimsæki framhaldsskóla landsins hversu stolt við getum verið af ungmennum þessa lands. Það gleymist oft að langstærstur hluti ungmennanna okkar er til fyrirmyndar á allan hátt og hljómsveitin Bob Gillan er til marks um það.
Í dag er gamlársdagur. Ég lýsi því hér með yfir að áramótaheit mitt er að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2008. Undirbúningurinn hefst strax á morgun þegar ég hef æfingarnar með því að endurnýja kortið mitt í World Class og hefja um leið hlaupaæfingar. Markmiðið er að taka 10 kílómetra hlaupið. Nú er þetta áramótaheit mitt komið í "loftið" og því ekki aftur snúið. Og hana nú.
Ég óska vinum mínum í bloggheimum gleðilegs árs og friðar með kærri kveðju og þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 37699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár Ragnheiður og takk fyrir þau gömlu góðu Vona svo sannarlega að nú takist að hitta ykkur í BB. Hafðu það ætíð sem best. Kveðjur úr Víkinni
Katrín, 31.12.2007 kl. 14:27
Gleðilegt ár mín kæra og takk fyrir öll gömlu og góðu árin.
Bestu kveðjur frá London þar sem ég er í góðu yfirlæti með einkasyninum...
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 15:08
Gleðilegt ár kæra vinkona - og takk fyrir allt gott á liðnum árum.
Bestu kveðjur til fjölskyldunnar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 15:10
Gleðilegt ár bloggvinur og megi áramótaheitin þín rætast.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.12.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.