Kraftaverk á 34. stræti og Heiðmerkurganga...

...hvoru tveggja er ómissandi í jólahaldi mínu. Kraftaverk á 34. stræti er jólamynd sem ég horfi á á hverjum jólum og er alltaf jafn skemmtileg og ómissandi. Þetta er sannkölluð jólakvikmynd með góðum og þörfum boðskap.

Í gær fór ég í gönguferð með Ólínu, vinkonu minni, og hundunum Blíðu. Við gengum í Heiðmörkinni, ásamt fleira fólki sem naut þess að viðra sig í nýfallinni mjöllinni. Blíða hljóp fram og til baka og sýndi öllum sem hún mætti mikinn áhuga.

Annars hef ég varla farið út úr húsi þessi jólin utan Heiðmerkurgöngunnar. Námsmaðurinn á heimilinu fer aftur utan eftir áramótin og hefur nánast hertekið bílinn minn þessi jólin.

Nú eru aðeins tveir vinnudagar þar til áramótahátíðin gengur í garð. Ég er strax farin að hlakka til hversdagsleikans sem tekur við eftir áramót með stöðugum ferðum í ræktina og hækkandi sól. Tvisvar ferður sá feginn sem á steininn sest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband