Ljós á jólum til ţeirra sem eiga erfitt.

Í dag fór ég međ pakkann í póst sem á ađ enda í Tógó í Vestur-Afríku. Ég ákvađ ađ senda hann međ hrađpósti svo hann bćrist Gracíu minni í tćka tíđ fyrir jól. Ţetta var fyrsti pakkinn sem ég sendi henni og í honum var Dimmalimm á frönsku, ljósmyndir af okkur í fjölskyldunni og svolítiđ smádót. Erfiđast var ađ fá einhvern til ađ snara bréfinu sem ég skrifađi lillunni minni yfir á frönsku - en mér skilst ađ íbúar Tógó sé margir hverjir tvítyngdir; tali frönsku auk móđurmáls síns. Ţađ tókst ađ lokum ađ finna frönskumćlandi vin, en hann (hún) var ţá allan tímann á hćđinni fyrir ofan mig í vinnunni. Bjarnveig tölvukona hafđi numiđ í Frakklandi og talar góđa frönsku sem ég naut nú sannarlega góđs af - eđa öllu heldur litla dóttir mín í Tógó. Leiđ afar vel ţegar ég var búin ađ senda pakkann. Gracía mín á ábyggilega erfitt núna ţví hún var ađ missa bróđur sinn, sem einnig hafđi fengiđ íslenska fósturforeldra. Ég sendi henni ljós yfir lönd og höf og vona ađ pakkinn minn veki hjá henni gleđi.

Mér verđur alltaf hugsađ til ţeirra sem eru nýbúnir ađ missa sína nánustu á ţessum árstíma eđa til ţeirra sem eru veikir og ţurfa ađ dvelja á sjúkrahúsum um jól og áramót. Vinkona mín og nafna, Ragga, berst nú fyrir ţví ađ ná heilsu eftir ađ hafa veikst mjög alvarlega í nóvember. Hún er mikiđ veik ennţá en vonandi úr lífshćttu - ţótt hún sé enn á  gjörgćsludeild. Ég sendi henni ljós á spítalann daglega og ljósadýrđ á jólunum. Ég sendi líka ljós til foreldra og annarra ástvina ţeirra sem misst hafa sína nánustu í umferđinni á ţessu ári og ţá sérstaklega fjölskyldu litla drengsins sem varđ fyrir bíl í Keflavík nýlega. Ţađ er sárara en tárum taki ţegar ţađ vantar svo tilfinnanlega einn í hópinn viđ jólaborđiđ. Á ţessum árstíma birtist söknuđurinn svo einstaklega sár.

Ég sendi vinkonu minni, Bessý, í Garđi á Suđurnesjum ljós. Hún missti yngri drenginn sinn í umferđarslysi fyrir hálfu ţriđja ári. Ţađ mun vanda einn viđ jólaborđiđ hennar. Hugsa til hennar dagalega og einnig til vinkvenna minna, Ragnhildar og Svanhildar. Ţćr misstu son og bróđur fyrir 11 árum međ nokkurra vikna millibili: Ragnhildur eina son sinn og Svana yngsta bróđur sinn. Ţeir voru 16 og 18 ára og hvíla í sömu röđinni í Grafarvogskirkjugarđi. Viđ Jói minn kveikjum kerti á leiđum ţeirra á hverjum ađfangadagsmorgni eftir ađ hafa kveikt ljós hjá ömmu og afa og pabba mínum. Ţađ er fastur liđur í jólahaldi okkar og verđur einnig svo á mánudaginn kemur.

Ég sendi góđri vinkonu minni, Maríönnu, líka ljós í sorg hennar vegna missis yngsta sonar síns í lestarslysi í Kaupmannahöfn fyrir 3 árum. Ţessi ársími er henni erfiđur, veit ég.

Guđ veri međ öllum syrgjendum á ţessum árstíma. Ţeir fá allir ljós frá mér í huganum - ţví ţegar allt kemur til alls er ljósiđ sterkara en myrkriđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiđur Davíđsdóttir er starfandi blađamađur og háskólanemi, móđir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband