Gleymi aldrei aðfangadegi...

...þegar ég starfaði í lögreglunni,  fyrir mörgum árum, og hafði það verk með höndum að keyra út verðlaun til þeirra barna sem unnið höfðu í jólagetraun lögreglunnar. Um var að ræða nokkur hundruð bækur sem börn fengu afhent sem verðlaun fyrir umferðargetraun. Bókunum var pakkað inn í jólapappír og þeim ekið heim til barnanna. Af mörgum störfum mín um í lögreglunni var þetta hið allra skemmtilegasta. Flest börnin biðu spennt eftir jólunum eftir hádegi á aðfangadag og urðu því afar hissa og glöð þegar einkennisklæddur lögreglumaður bankaði á dyr á aðgangadag til þess að afhenda þeim óvænta jólagjöf. Okkur, lögreglumönnunum, var gjarnan boðið uppá smákökur, konfekt og rjúkandi kókó. Við upplifðum sanna jólagleði með börnunum.

En það voru ekki öll börn sem nutu jólagleði þessi eftirminnilegu jól. Eitt sinn bönkuðum við uppá í íbúð í miðborg Reykjavíkur. Dyrnar lukust upp og lítið óttaslegið andlit birtist í rifunni af dyrunum. Innan úr íbúðinni bárust háreysti og megnan áfengis- og tóbaksþef lagði frá íbúðinni. Litli drengurinn, svona um það bil 6-8 ára, tók óttasleginn við bókinni, þakkaði fyrir sig og lokaði síðan dyrunum áður en við gáum brugðist frekar við.

Þetta atvik hefur setið í vitund minni um hver jól og minnt mig á að það eru ekki öll börn sem njóta gleðilegra jóla vegna óreglu foreldra sinna. Í þessu tiltekna tilfelli var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart en ég veit ekki hvað síðar gerðist.

Ég hvet alla foreldra til þess að neyta ekki áfengis yfir jólahátíðina. Jólin eru hátíð barnanna og þau eiga eiga ekkert annað skilið en góðar minningar frá bernskujólum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan pistil.  Þörf áminning. 

Á reyndar eina dóttur sem fékk heilan lögregluþjón í heimsókn á aðfangadag hérna um árið og það þarf vart að taka það fram að hún gladdist ósegjanlega yfir pakkanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já - það var rosalega gaman að drag úr getraununum um daginn - þá rifjuðu margir upp akkúrat sögur af því þegar verðlaunin voru keyrð heim.

Einn nefndi það að það kom stundum fyrir að verðlaunahafinn var í jólabaðinu. Ekki mátti barnið missa af heimsókn lögreglunnar og oftar en ekki voru þeir dregnir inn til barnsins í baðinu.....krúttlegt......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 19.12.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hérna í danmörku er 50.000 börn sem lifa jólin í drykkju foreldra sinna, óskaplega sorglegt. falleg frásögnin um bækurnar og glöðu börnin. takk fyrir að deila þessu með okkur.

Gleðileg jól til þín og þinna

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband