Rokglóðarauga!

Ég varð fyrir því óláni í morgun að bílhurðin á Citroinum mínum slóst í hægra augað á mér með þeim afleiðingum að skurður opnaðist og glóðarauga er staðreynd. Þetta gerðist þegar ég var að koma vestfirsku hveitikökunum, sem rötuðu á jólahlaðborð tjónadeildar VÍS, fyrir í framsætinu á bílnum. Þegar ég ætlaði að koma mér endanlega fyrir undir stýri, fauk hurðin af miklu afli í hægra augað. Ég rauk inn og lagði kalda skeið á augað (húsráð frá ömmu minni) og þurrkaði blóðið af kinninni en hélt síðan með hveitikökurnar, vestfirsku með hangiketinu, í vinnuna. Mætti í vinnuna, veðurbarin með glóðarauga niður á kinn - en það spillti ekki jólagleðinni í deildinni minni. Nú geng ég um með sólgleraugu í fárviðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband