4.12.2007 | 08:14
Bleikt eða blátt?
Ég á tvo drengi en enga stúlku, þótt ég hafi auðvitað óskað þess að eignast bæði kynin. Þegar drengirnir mínir í móðurkviði hafði ekki tíðast sú venja að fá vitneskju fyrirfram um hvort kynið væri að ræða og þar af leiddi að ég keypti föt á börnin með hlutlausum lit, þ.e. gult eða grænt varð fyrir valinu. Ekki leiddi ég hugann að á hvern hátt litir gætu dregið börn í dilka fyrr en ég ákvað að klæða yngri drenginn minn í rautt á ákveðnum aldri. Það varð til þess að margir gerðu athugasemdir við litavalið og spurðu af hverju ég klæddi drenginn í rautt og bleikt. Aldrei hafði ég heyrt athugasemdir ef stúlka var klædd í blá föt.
Síðar á lífsleiðinni klæddust drengirnir mínir bleikum skyrtum og enginn virtist gera athugsemd við það litaval.
Umræðan um strákastörf, strákaliti, kvennastörf og kvennaliti, er síst til þess fallin að auka jafnrétti á Íslandi. Og víst ennþá stutt í fordómana þegar ungir karlmenn velja sér störf þar sem konur hafa verið fjölmennari hingað til, t.d. starf leikskólakennarans, hjúkrunarfræðingsins, flugþjónsins, snyrtifræðingsins o.s.fr. Þessir karlmenn eru oft litnir hornauga og margir álíta sem svo að þeir hljóti að vera samkynhneigðir.
Ef kona velur sér hefðbundið karlastarf, eins og að aka vörubíl, stunda löggæslustörf, slökkviliðsstörf eða ef hún lærir til smiðs eða vélvirkja, þykir hún aftur á móti töff og hörð af sér og hún fær aðdáun allra.
Blá eða bleik föt á börn skipta ekki neinu máli. Það skiptir aftur á móti máli að bæði kynin veljist jafnt í öll störf, hvort sem þau hafa verið nánast einokuð af öðru hvoru kyninu hingað til. Þannig tel ég víst að jafnréttið náist.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.