Ótrúlega góður og flottur viðmælandi.

Aldur er afstætt hugtak. Því áttaði ég mig á þegar ég hitti Pál Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóra, í gær þegar við áttum gott samtal í hljóðveri númer 5 hjá Ríkisútvarpinu vegna þáttarins Dr. RUV sem sendur verður út í dag, fimmtudag kl. 15.30. Ég hef áður tekið viðtal við Pál í útvarp og vissi sem var að hann er einstakur viðmælandi; fluggáfaður, heillandi og mælskur. Ekki gat ég með nokkru móti áttað mig á aldri Páls og varð því furðu lostin þegar ég fékk að vita að þessi höfðingi væri hálfníræður!

Aldur er vinnulega afstætt hugtak. Það sannar Páll Bergþórsson. Í þættinum ræðum við áhrif veðurfars á fólk og á hvern hátt veðrið og náttúruöflin hafa áhrif á líf og lífsmynstur okkar Íslendinga. Páll er heill hafsjór af fróðleik og ég líklega allra Íslenginga fróðastur um veðurfræði.

Það er afskaplega ánægjulegt að eiga orðastað við gáfað fólk og mælskt eins og Pál. Þeirra forréttinda hef ég notið í fjölmiðlastússi mínu í gegnum árin en slíkt fólk er sérstaklega mikilvægt í ljósvakamiðlunum þar sem ekki er hægt að lagfæra eins og í blaðaviðtölum.

Í haust talaði ég einnig við annan mælskan og fjölfróðan höfðingja, Gísla Má Gíslason, líffræðing og háskólakennara um skordýr og fl. í litla þættinum mínum, Dr. RUV.

Nú eru jólin að koma og þvælingur minn um landið á enda í bili. Ég er orðin vegmóð af boðun "fagnaðarerindis" umferðarinnar sem aldrei hefur reynt eins mikið á mig og það sem af er vetri. Það er því kærkomið að fá að leggjast í bækur, enda fátt betra til að hvíla hugann og góð bók.

Um miðjan desember þarf ég enn að leggjast í ferðalög þegar ég held til Svíaríkis og Noregs í þeim erindum að funda og fræðast um slysavarnir. Það tekur fljótt af, eða aðeins fjóra daga, og eftir það ætla ég að baka vestfirskar hveitikökur, sem er reyndar það eina sem ég kann að baka, og njóta aðventunnar með bókunum mínum og hveitikökunum.

Og hana nú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góða ferð til Svíþjóðar og ég ætla að hlusta á þáttinn þinn á eftir.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband