Er búin að missa mig í bókarkaup!

Er hægt að vera bókafíkill? Ef svo er, kemst ég líklega næst því að vera slíkur. Ég hef keypt mér einar 11 bækur undanfarnar vikur og lesið þær næstum allar. Núna var ég að ljúka við að lesa "Þar sem vegurinn endar" eftir Hrafn Jökulsson. Frábær bók, manneskjuleg, fyndin, vel skrifuð og fróðleg. Ef eitthvað er út á hana að setja er það ef til vill að hún hefði mátt vera lengri og Hrafn hefði mátt eyða meira púðri í frásagnir af eigin lífsreynslu.

Ég er komin hálfa leið inn í Bíbí, eftir Vigdísi Grímsdóttur og er gjörsamlega heilluð. Vigdís er frábær höfundur og hefur einstakt lag á að búa til myndrænar lýsingar á andrúmslofti liðins tíma. Ég hefði persónulega ekki mikinn áhuga á Bíbí sem manneskju til að lesa um - en Vigdís hefur einstakt lag á að glæða frásögnina lífi og þótt Bíbí sé allra góðra gjalda verð og án efa efni í heila bók - er mér næst að halda að Vigdís geti skrifað ævisögu hvers sem er og gert hana eftirminnilega.

Ég á eftir að lesa "Óreiðu á striga" eftir Kristínu Marju og ætla að geyma mér hana til jóla. Nú er ég búin að setja stefnuna á Sögur úr Síðunni (held hún heiti það) eftir Böðvar Guðmundsson. Genginn vinur minn úr lögreglunni, Björn Jónsson hagyrðingur og bókamaður,  frá Haukagili í Hvítársíðu, sagði mér svo margar skemmtilegar sögur úr sveitinni sinni. Þess gegna hlakka ég til að lesa þessa bók - enda er faðir Böðvars, Guðmundur Böðvarsson, eitt af mínum uppáhaldsskáldum.

Það skal tekið fram að ég tel aðeins aðra hverja bók fram á heimilinu; þykist hafa fengið hinar lánaðar!!! Það er bara svo miklu skemmtilegra að lesa bækur sem maður á sjálfur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fór í bókabúð á föstudaginn og þurfti að hemja mig þessi ósköp og gekk enda tómhent út. Ég skrifaði niður verð á nokkrum bókum sem eru á óskalistanum og krossbrá þegar ég lagði saman upphæðina. Þetta eru bara 6 bækur af örugglega 20 sem mig "bráðvantar" og þær kostuðu rétt um 20.000 krónur. Maður verður líklega að halda áfram fyrri iðju - að bíða þangað til þær koma út í kilju og kaupa þá. Enda hef ég ekki tíma til að lesa eins og stendur út af fjárans brauðstritinu.

Og ég er alveg sammála með það, að það er miklu skemmtilegra að lesa bækur sem maður á sjálfur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og já, ég held að það sé hægt að vera bókafíkill. Ég er einn slíkur. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, Ragnheiður mín, það er hægt að vera bókafíkill. Börnin mín hafa lengi talað um að ég sé einn slíkur og þau segja að ef ég hafi ekki eitthvað að lesa fái ég fráhvarfseinkenni og fari að lesa á kornflekspakka og aðrar umbúðir.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband