Ef ég væri kennari...

...myndi ég velja  mér framhaldsskóla til að kenna í. Ungmenni, á aldrinum 16-20 ára, eru óendanlega frjó og skemmtileg, lifandi og spennandi. Ég er svo lánsöm að vera "gestakennari" í framhaldsskólum landsins og nýt nánast daglega samvista við þetta frábæra fólk.

Ég er haldin smá tölvufælni og hef ótrúlegt lag á að klúðra fartölvunni minni þegar mest á reynir, þ.e. þegar ég ætla að fara að sýna mitt frábæra efni í lífsleiknitímum. Þá bregst það ekki að upp sprettur vaskur hópur nemenda sem bjarga málunum. Hinir ungu nemendur "mínir" hafa ekki sjaldan bjargað mér á ögurstundu - enda kunna þau tungumál tölvuna betur en flestir aðrir.

Ég var að koma út Fjölbrautarskóla Garðabæjar þar sem ég var með forvarnafræðslu fyrir tvo hópa. Nemendur voru orðnir þreyttir eftir vikuna en tóku á móti mér af ljúfmennsku og fylgdust spennt með efninu. Þau spurðu skynsamlegra spurninga og sýndu kurteisi og háttvísi í hvívetna.

Nú er forvarnaátak í gangi þar sem foreldrar eru hvattir til að verja meiri tíma með börnum sínum - enda hefur komið í ljós í könnunum að það vilja börnin helst af öllu; vera með mömmu og pabba. Ég hvet foreldra til að missa ekki af þessum frábæru árum  með börnum sínum og njóta þess að upplifa þessi merkilegu ár í lífi þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Já þetta er gott fólk. Kveðja

Eyþór Árnason, 24.11.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband