Hurðu! Hver er fleirtalan af "stjarna" og "króna?"

Mikið óskaplega fer í taugarnar á mér þegar sumt fólk byrjar hverja setningu á orðinu "heyrðu" sem oftar en ekki hljómar eins og "hurðu". Þegar spurningu er beint að manneskjunni, byrjar hún svarið á þessu orði.

Spurning: "Hvernig ætlar þú að verja helginni?" Svar: "Hurðu, ég ætla að bara að vera heima."

Spurning: "Hvaðan hringir þú af landinu?" Svar: "Hurðu, ég er á Akureyri."

Ég heyri þetta aðallega í útvarpsviðtölum og þá sérstaklega símaviðtölum.

Þá má ég til með að nefna málvillu sem ég heyri og sé iðulega í auglýsingum. Hún tengist stjörnugjöf hótela og afslætti af eldsneyti á tiltekinni bensínstöð.  Sagt er: "Tveggja krónu afsláttur af bensínlítranum." Einnig: "Þriggja stjörnu hótel."

Hvernig eru orðin stjarna og króna í fleirtölu? Það þarf varla skarpan einstakling til að sjá að fleirtalan af krónu er krónur og fleirtalan af stjörnu er stjörnur. Það ætti því auðvitað að segja "tveggja króna afsláttur og þriggja stjarna hótel."

Út með "hurðu" og inn með " tveggja króna" og "þriggja  stjarna."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Svo eru bílar náttúrlega fernra dyra, sumir, aðrir þrennra eða fimm þótt allar auglýsingar segi hikstalaust þriggja dyra, fjögurra eða fimm. Ég heyri líka skýrasta fólk talar um eins eininga (ef.et.) áfanga, svona óskaplega niðurnjörvað í fleirtölunni. Það þarf að brýna mannskapinn!

Berglind Steinsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband