Bćkur, ađventan og ömmubarn á leiđinni.

Ég get ekki orđa bundist eftir ađ hafa lesiđ nýjustu skáldsögu Einars Más, Rimlar hugans. Bókin er tćr snilld. Sögđ er saga tveggja fíkniefnaneytenda sem tvinnast saman viđ persónulega sögu skáldsins, af baráttu hans viđ Bakkus. Sagan kemur á óvart. Hún er ólík öđrum skáldsögum Einars en ađ sumu leyti fann ég sömu mannlegu hlýjuna og er svo einkennandi í Englum alheimsins - svo ekki sé talađ um kímnina sem lesa má út úr annars alvarlegu umfjöllunarefni. Einar fellur aldrei í ţá gryfju ađ setja sig í predikunarstellingar, eins og svo algegnt er ţegar ţurrir alkar segja frá.  Hann gerir nett grín af sjálfum sér en undirliggjandi er alvarleiki málsins. Ég var heilluđ af Rimlum hugans.

Ég ćtla ađ spara ţađ ađ lesa nýju bókina hennar Kristínar Marju ţví ég ćtla ađ geyma mér hana til jólanna. Ég hef lengi beđiđ eftir framhaldi af bókinni "Karítas án titils" og nú er hún komin og ţađ er sannarlega tilhlökkunarefni ađ lesa hana á jólanótt - ţví ţetta er bókin sem ég hef til lestrar yfir jólin.

Mig langar einnig til ađ eignast bókina hans Hrafns Jökulssonar og hugsa mér gott til glóđarinnar ađ lesa hana á ađventunni. Mér er sagt ađ ţar fari snilldarverk - enda hef ég alltaf veriđ hrifin af stílbrögđum Hrafns og ţá ekki síst ljóđum hans.

Gerđur Kristný, skáldavinkona mín, mćlir međ Bíbí, bók Vigdísar Grímsdóttur, og ég hef ekki enn orđiđ fyrir vonbrigđum međ bćkur sem mín ágćta vinkona hefur mćlt međ. Bíbí skal ţví á náttborđiđ mitt líka um ţessi jól.

Ég hlakka til ađventunnar. Ţá huga ég ađ jólaljósunum og baka vestfirskar  flatkökur međ móđur minni; hinar einu sönnu hveitikökur sem eru ómissandi ţáttur í jólahaldi okkar Vestfirđinga. Ađventan er líka tími tónleika og lestrar ţjóđlegs fróđleiks en ég tek alltaf fram bók Ólínu Ţorvarđardóttur, Álfar og tröll, á ţessum árstíma.

Annar ađ baki utan ţess sem ég ţarf ađ bregđa mér til Noregs og Svíţjóđar í atvinnuerindum um miđjan desember. Aldrei ađ vita nema ég kaupi eitthvađ fallegt á verđandi ömmubarniđ mitt, sem ég bíđ spennt eftir. Ţađ verđur gaman ađ upplifa ömmustemmninguna í maí á nćsta ári. Get varla beđiđ - enda tćplega 16 ár liđin frá ţví tvíburarnir fćddust. Ţá hafđi ég ekkert vit á ömmuhlutverkinu - en nú er ég tilbúin og hlakka mikiđ til. Liturinn á barnafötunum verđur ţó ađ vera hlutlaus, ţótt mig langi óneitanlega ađ eignast lítinn ömmustrák......


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ţađ eru svo margar góđar núna fyrir jólin ađ mađur ćtti bara ađ fá frí í vinnunni til ađ lesa ţćr allar.

Steingerđur Steinarsdóttir, 22.11.2007 kl. 15:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiđur Davíđsdóttir er starfandi blađamađur og háskólanemi, móđir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband