22.11.2007 | 11:19
Bækur, aðventan og ömmubarn á leiðinni.
Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið nýjustu skáldsögu Einars Más, Rimlar hugans. Bókin er tær snilld. Sögð er saga tveggja fíkniefnaneytenda sem tvinnast saman við persónulega sögu skáldsins, af baráttu hans við Bakkus. Sagan kemur á óvart. Hún er ólík öðrum skáldsögum Einars en að sumu leyti fann ég sömu mannlegu hlýjuna og er svo einkennandi í Englum alheimsins - svo ekki sé talað um kímnina sem lesa má út úr annars alvarlegu umfjöllunarefni. Einar fellur aldrei í þá gryfju að setja sig í predikunarstellingar, eins og svo algegnt er þegar þurrir alkar segja frá. Hann gerir nett grín af sjálfum sér en undirliggjandi er alvarleiki málsins. Ég var heilluð af Rimlum hugans.
Ég ætla að spara það að lesa nýju bókina hennar Kristínar Marju því ég ætla að geyma mér hana til jólanna. Ég hef lengi beðið eftir framhaldi af bókinni "Karítas án titils" og nú er hún komin og það er sannarlega tilhlökkunarefni að lesa hana á jólanótt - því þetta er bókin sem ég hef til lestrar yfir jólin.
Mig langar einnig til að eignast bókina hans Hrafns Jökulssonar og hugsa mér gott til glóðarinnar að lesa hana á aðventunni. Mér er sagt að þar fari snilldarverk - enda hef ég alltaf verið hrifin af stílbrögðum Hrafns og þá ekki síst ljóðum hans.
Gerður Kristný, skáldavinkona mín, mælir með Bíbí, bók Vigdísar Grímsdóttur, og ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum með bækur sem mín ágæta vinkona hefur mælt með. Bíbí skal því á náttborðið mitt líka um þessi jól.
Ég hlakka til aðventunnar. Þá huga ég að jólaljósunum og baka vestfirskar flatkökur með móður minni; hinar einu sönnu hveitikökur sem eru ómissandi þáttur í jólahaldi okkar Vestfirðinga. Aðventan er líka tími tónleika og lestrar þjóðlegs fróðleiks en ég tek alltaf fram bók Ólínu Þorvarðardóttur, Álfar og tröll, á þessum árstíma.
Annar að baki utan þess sem ég þarf að bregða mér til Noregs og Svíþjóðar í atvinnuerindum um miðjan desember. Aldrei að vita nema ég kaupi eitthvað fallegt á verðandi ömmubarnið mitt, sem ég bíð spennt eftir. Það verður gaman að upplifa ömmustemmninguna í maí á næsta ári. Get varla beðið - enda tæplega 16 ár liðin frá því tvíburarnir fæddust. Þá hafði ég ekkert vit á ömmuhlutverkinu - en nú er ég tilbúin og hlakka mikið til. Liturinn á barnafötunum verður þó að vera hlutlaus, þótt mig langi óneitanlega að eignast lítinn ömmustrák......
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru svo margar góðar núna fyrir jólin að maður ætti bara að fá frí í vinnunni til að lesa þær allar.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.11.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.