9.11.2007 | 11:01
Annir og Arnaldur.
Úff. Nú er mesta törnin að baki. Það hefur verið annasamt hjá mér undanfarnar vikur. Ég þeytist á milli framhaldsskóla og boða "fagnaðarerindið" í umferðarmálunum og stýri mínum elskulega útvarpsþætti, Dr. Ruv, á fimmtudögum. Nú eru annirnar að mestu að baki - enda framhaldsskólanemar á leið í prófin. Ég á samt eftir FB sem alltaf er gaman að koma í.
Sigga Hilmars, vagnstjóri, kom til mín í viðtal í síðasta þætti og var gaman að tala við þennan reynslubolta úr umferðinni - enda hefur hún ekið strætó í 22 ár. Sigga er einnig bloggari og skrifar afar athyglisverða pistla á bloggsíðu sína www.siggahilmars.blog.is.
Annars hef ég legið í bókum að undanförnu. Nú var ég að ljúka við nýju bókina hans Arnaldar Indriðasonar. Afgreiddi hana á einum sólarhring. Hún kemur á óvart. Skemmtilegt og nýstárlegt plottið í henni.
Á morgun ætlar vinkona mín, ljóðskáldið Ólína Þorvarðardóttir, að mæta í morgunverð í Heiðvanginn til mín ásamt ektamanni sínum en þau hjón eru í kaupstaðaferð hér í höfuðborginni. Helgin verður róleg og fer að mestu leyti í hvíld og lestur, þ.e. ef ég freistast til að kaupa fleiri bækur sem ég geri án efa.
Góða helgi.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vildi að törnin mín væri á enda en svo er nú aldeilis ekki ..... prófin eru ekki fyrr en í byrjun desember ......
Hafðu það sem allra best
Anna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.