Af vestfirskum tröllum og skólafólki með lág laun.

Árlega kallar móðir mín saman stórfjölskylduna og býður uppá sviðasultu, slátur og sveskjugraut með rjóma. Veislan var heima hjá mér á sunnudaginn - enda þarf nægilegt rými til þess að hýsa fjölskyldu mína, sem sjálf kallar sig "Tröllafjölskylduna". Veit ekki hvers vegna en líkleg skýring er limaburður og útlit og e.t.v. matarlyst þessa hreinræktaða vestfirska ættbálks. Alla vega lágu einir 10 lifrapylsukeppir og 4 blóðmörskeppir, ásamt miklu magni sviðasultu sem móðir mín elskuleg hafði búið til vikuna á undan. Þetta var hin skemmtilegasta samkoma og mikið skrafað og skeggrætt.

Mánudagur og loksins farið að rofa til í umferðarfundaheimsóknum mínum í framhaldsskóla landsins. Þessi árstími einkennist af þeytingi milli landshluta og skóla á höfuðborgarsvæðinu. Í dag var ég að ljúka við 13. bekkinn í Verslunarskólanum. Alltaf jafn gaman að koma þangað með umferðarffræðslu og nemendur hreint yndislegir. Eftir þessi 13 ár sem ég hef verið á ferðinni milli framhaldsskóla hef ég eignast góða vini meðal framhaldsskólakennara; fólk sem tekur mér fagnandi á hverjum vetri. En mikið skelfing eru laun þeirra léleg!  Ég ætlaði varla að trúa því að vel menntaður framhaldsskólakennari slefaði í 250.000 krónum á mánuði. Það er til skammar að laun kennara skuli ekki vera hærri en raun ber vitni. Í þrettán ár hef ég fylgst með kennurum að störfum og veit því vel hversu mikið ábyrgðarstarf það er að uppfræða ungmenni þessa lands. Kennarar ættu því að vera með helmingi hærri laun en þeir sem ráðnir eru til að sýsla með peninga og verðbréf. En það virðist vera mikilvægara og "verðmætara" að vinna með peninga en fólk. Furðulegt - en því miður satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband