2.11.2007 | 12:47
Bækur, bækur. Freistingar sem erfitt er að standast.
Þegar nýútkomnar bækur eru annars vegar, er erfitt að standast freistingarnar. Einhvern veginn finnst mér allt önnur tilfinning að eiga bókina sem ég les í stað þess að leigja hana á bókasafni eða fá hana lánaða. Það eru því farnar ófáar krónur úr sameiginlegum sjóðum okkar hjóna í bækur sem ég lauma heim þessa dagana. Að vísu tel ég ekki fram nema aðra hverja í þeirri von að minn ektamaki lesi ekki bloggið mitt. Víst ætti ég að vera hagsýn og bíða þess að samkeppnin fari að virka þannig að bækurnar lækki í verði - en ég get einfaldlega ekki beðið svo lengi.
Ég eignaðist Breiðavíkurdrenginn og Arnald í þessari viku og hef þegar lesið um drengina og er að verða búin með þá síðarnefndu. Líklega ein besta bók Arnalds um Erlend og félaga til þessa. Mikið hlakka ég líka til þess að lesa bækurnar sem von er á frá Vigdísi Grímsdóttur og Þráni Bertelssyni.
Get varla beðið eftir að klára Arnald í kvöld. Geymi mér ljóðabækur vinkvenna minna, Ólínu og Gerðar þar til síðar. Ætla að eiga þær til góða - enda þarf sérstaka stemmningu til að lesa ljóð.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég elska bækur og á aldrei nóg af þeim. Ég er þó farin að reyna að stilla mig um að bera meira heim, enda húsið yfirfullt af bókum. Ég hlakka mikið til að lesa Arnald en kláraði nýlega Breiðavíkurdrenginn sem snart mig mjög djúpt.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.11.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.