Flott amma!

 sogsÖmmustelpurnar mínar.

Það er gaman að vera flott amma. Sonardætur mínar, tvíburarnir Steinunn og Stefanía, segja mér að ég sé ein flottasta amman sem þekkist! Þetta er eitt besta hól sem ég hef fengið. Að vísu skal viðurkennt að við hjónin vorum ekki gömul þegar eldri sonur okkar fæddist; sá sem gerði mig síðar að ömmu. Ungur aldur ömmunnar er e.t.v. skýringin á hóli stelpnanna í minn garð.

Það er sannarlega undarlegt að upplifa sig sem ömmu 15 ára stelpna sem nú eru farnar að lána ömmu sinni skó af sér og amman lánar þeim föt að sama skapi! Öðruvísi mér áður brá þegar ömmur sátu og prjónuðu og bökuðu snúða og vínarbrauð fyrir barnabörnin. Nú hlustum við stelpurnar á sömu tónlistina og þrjár kynslóðir, þ.e. amman, pabbinn og stelpurnar hans fara saman á rokktónleika þar sem ekki á milli sjá hver skemmtir sér best!

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, var langt á undan sinni samtíð þegar hún skrifaði barnabækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna sem áttu útivinnandi móður og eiginmann sem fór með strákunum sínum í skólann, fyrsta skóladaginn, auk þess sem amman á heimilinu var erindreki: "Amma dreki" öðru nafni.

Nú eru allar nútímaömmur, og jafnvel langömmur, útivinnandi og ganga í gallabuxum og kúrekastígvélum. Þær hlusta á Led Zeppilin og Sniglabandið og hafa gaman af - rétt eins og barnabörnin.

Öðruvísi mér áður brá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er enn ekki orðin amma mér til mikillar armæðu. Sonur minn segir að ég sé ekki nógu þroskuð til að verða amma. Mér finnst þetta mikið óréttlæti og á bágt með að bíða eftir fyrsta ömmubarninu.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband