Saga af tertum og börnum.

  

Allir hafa einhvern tímann ekið á milli staða með fallega skreytta tertu í bílnum. Hvernig ekur þú með slíkan farm? Svarið er einfalt; þú ekur líklega, eins og við flest,  hægt og varlega til þess að tertan verði ekki fyrir hnjaski. Við vitum nefnilega hver örlög tertunnar yrðu ef við þyrftum snögglega að hemla. En hvað á terta í bíl og barn í bíl sameiginlegt? Jú, hvoru tveggja eru “viðkvæmur farmur” sem vernda þarf fyrir skyndilegum höggum. Þótt líkingin sé e.t.v. ósanngjörn, þar sem annars vegar er rætt um lifandi manneskju en hins vegar um matvæli, fer ekki hjá því að nokkuð sé til í henni. Fyrir skömmu ók ég með fullan bíl af tertum á leið til veisluhalda. Við hlið mér var fólksbíl ekið fram úr mér á miklum hraða. Faðirinn ók og við hlið hans sat móðirin - bæði án bílbelta. Á milli framsætanna stóð u.þ.b. tveggja ára barn - án alls öryggisbúnaðar. Við næstu umferðarljós stöðvaði bíllinn og faðirinn kveikti sér í sígarettu.

Mér varð óneitanlega hugsað til tertnanna í aftursætinu hjá mér sem allt í einu virtust svo lítils virði miðað við óvarða barnið í bílnum við hlið mér sem nú nuddaði augun í sífellu vegna reyksins frá sígarettu föður síns. Óafsakanlegt ábyrgðarleysi!

Þessi litla saga, segir meira en mörg orð um nauðsyn þess að tryggja öryggi barna í bílum. Fyrir 35 árum, þegar ég eignaðist eldri son minn, þótti sjálfsagt að staðsetja barnið í aftursæti bílsins og þar með væri öryggi þess tryggt. Frá þeim tíma hefur orðið mjög ör þróun í öryggismálum barna í bílum sem sýnir sig í því að yfirgnæfandi meirihluti íslenskra foreldra tryggir öryggi barna sinna með viðurkenndum öryggisbúnaði. En það er ekki nóg að búnaðurinn sé til staðar ef hann er ekki rétt notaður - eða alls ekki notaður, eins og dæmi eru um. Óspennt bílbelti bjarga ekki mannslífum og tryggilega festur barnabílstóll bjargar ekki barni sem ekki situr í honum. Of stór, eða lítill barnabílstóll miðað við aldur barnsins, getur reynst beinlínis hættulegur og veitir falskt öryggi. Köstum því ekki höndunum til þess mikilvæga skylduverks sem felst í því að kaupa, eða leigja, barnabílstól fyrir barnið okkar. Verum minnug þess að enginn “farmur” er eins dýrmætur og börnin okkar og slysin gera ekki boð á undan sér. Börnin stóla á okkur.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Mikið svakalega er ég sammála þér! Eins og reyndar alltaf þegar talið berst að umferðinni. 

Kjartan Pálmarsson, 24.10.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þegar ég hugsa til baka og minnist þess að ég skellti burðarrúminu hennar Ernu minnar á milli mín og pabba hennar á einhverskonar vélarhlíf í Bedford sendibíl. Já, og án þess að festa burðarrúmið á nokkurn hátt. Hún hefði flogið út um gluggann með það sama við minnsta árekstur; og jafnvel ef Smo smo hefði bremsað snögglega

Svo reyktum við eins og skorsteinar á leiðinni með barnið í bílnum. Hvílíkt og annað eins. Ég roðna af skömm og fæ hroll við tilhugsunina og þakka almættinu fyrir verndarhöndina sem gætti okkar á þessum tíma. En maður vissi bara ekki betur.

Bílstólar voru síðan komnir þegar yngri stelpurnar fæddust en þeir voru fjarri lagi öruggir enda ekki festir almennilega við sætið.

Að vísu voru bílar mun færri, vegalengdir styttri og umferðaröngþveiti þekktist ekki. En gaman væri að vita hvort slys ábörnum voru alvarlegri á þessum tíma en nú. Ertu með eitthvað statistik yfir það? 

Forvitna blaðakonan, 25.10.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband