Á ferð og flugi

Undanfarnar vikur hef ég verið á ferð og flugi vegna umferðarfunda í framhaldsskólum landsins á milli þess sem ég hef unnið að Dr. RUV, hinum ágæta neytendaþætti sem ég hef umsjón með einu sinni í viku. Ég hef líka fylgst með fyrstu skrefunum á ÍNN, útvarpsstöðinni hans Ingva Hrafns, og var meðal annars þátttakandi í einum af fyrstu þáttunum; umræðuþætti þar sem einungis konur koma fram í. Í kvöld verður vinkona mín, Ólína Þorvarðardóttir, með slíkan þátt og fær til sín góðar konur. Önnur góð vinkona mín, Maríanna Friðjónsdóttir, er sjónvarpsstjóri ÍNN og víst er að þar fer einn mesti fagmaður í sjónvarpi á Íslandi.

Á morgun ætla ég að fara með móður minni, elskulegri, á árshátíð Dýrfirðingafélagsins. Það verður án efa mjög gaman - enda er ég mikil áhugakona um Vestfirði og þá einkanlega um Dýrafjörð og Dýrfirðinga. Það verður því án efa margt skrafað og rætt á þessari árshátíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband