Athyglisverð viðbrögð ungmenna.

 

 slys8

Í starfi mínu sem forvarnafulltrúi VÍS er nauðsynlegt að bjóða alltaf uppá mjög gott forvarnaefni. Markhópurinn er ungt fólk og sá hópur er mjög kröfuharður hvað varðar efnið sem þeim er boðið uppá. Það ríður því á að hafa alltaf gott og áhrifaríkt efni sem heldur athygli þeirra óskiptri. Ég var svo lánsöm að detta niður á mjög gott efni frá Norður-Írlandi. Um er að ræða stuttmyndir (auglýsingar) sem framleiddar eru á vegum Umhverfisráðs Norður-Írlands þar sem fjallað er um skelfilegar afleiðingar ölvunaraksturs, fíkniefnaaksturs, hraðaksturs, skorts á notkun bílbelta, athyglisskorts o.þ.a.l.

Myndirnar eru afar áhrifaríkar, vel gerðar og raunverulegar - enda langt mikið fjármagn í framleiðslu efnisins. Sjálf skoðaði ég efnið gaumgæfilega með það í huga hvort e.t.v. væri um of "stuðandi" efni að ræða; myndir sem gætu komið illa við einhverja. Ég sýndi ungmennum efnið áður en ég fór með það í framhaldsskólana og komst að þeirri niðurstöðu að það ætti erindi við ungt fólk á leið út í umferðina sem ökumann. Ég gaf mér þær forsendur að efnið væri síst skelfilegra en það sem þau eiga að venjast í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og jafnvel í fréttum.

Eftir að hafa sýnt efnið í nokkrum framhaldsskólum komast ég að því að ungmennin gera skýran greinarmun á sláandi myndum sem tengjast umferðinni og því efni sem þau kunna að sjá í fjölmiðlum. Helsti munurinn var sá að í forvarnamyndunum kom berlega fram hvernig líf venjulegs fólks getur breyst í harmleik á örskotastundu. Unga fólkið setti sig í spor þeirra sem komu við sögu í forvarnamyndunum en ekki í kvikmyndunum. Fyrir þeim voru kvikmyndirnar skemmtun á meðan forvarnamyndirnar sýndu allt annað og alvarlegra. Þau samsömuðu sig m.o.o. því efni sem þau sáu.

Viðbrögð ungmennanna voru í senn sláandi og athyglisverð. Þau áttu erfitt með að horfa á sum atriðin, þótt þau væru fráleitt "skelfilegri" en þau atriði sem þau eiga að venjast í fjölmiðlum. "Þetta gæti komið fyrir mig eða mína fjölskyldu," sögðu þau mörg hver eftir sýningu myndanna og sum þeirra trúðu mér fyrir ýmsu sem þau höfðu upplifað sem farþegar í bílum; ofsa - og ölvunarakstri vina og jafnvel foreldra sinna.

"Af hverju er þetta ekki sýnt í sjónvarpinu," spurðu mjög margir og sögðust fullvissir um að þetta efni myndi hafa mikil áhrif til betri umferðarmenningar.

Efnið frá Norður-Írlandi er aðeins sýnt í framhaldsskólum landsins en ekki er leyft til sýninga þess í sjónvarpi eða í kvikmyndahúsum. Ég er þó engu að síður ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið heimild til þess að sýna þetta efni í framhaldsskólum því eftir að hafa rætt við nýnemana sem njóta þess, er ég sannfærð um að það hefur mikil áhrif til góðs.

Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að sýna þetta efni í framhaldsskólum landsins og vonandi verður slíkt efni framleitt hér á landi til sýningar fyrir almenning í fjölmiðlum. Umferðarstofa og VÍS hafa framleitt áhrifaríkar auglýsingar sem vakið hafa mikla athygli og án efa fækkað slysum. Slíkt efni verður þó alltaf að skírskota til þess aldurshóps sem því er ætlað - því ef það hittir ekki í  mark, er betur heima setið en af stað farið. Bestu gagnrýnendurnir eru þeir sem efnið er ætlað; unga fólkið sem er að feta sig áfram í umferðinni. Ég vona svo sannarlega að Norður-Írsku myndirnar verði til þess að bjarga einhverjum mannslífum og koma í veg fyrir þá harmleiki sem þær lýsa svo einstaklega vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta vekur áhuga minn á að sjá þessar myndir. Ég tek undir orð unga fólksins og vona að þær verði sýndar í sjónvarpinu því ekki veitir af að kenna þeim sem eldri eru góða umferðarsiði.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband