Í faðmi vestfirskra fjalla og góðra vina.

Það er engu líkt að dvelja hér á Ísafirði í faðmi fjalla og njóta samvista við góða vini og samstafsmenn. Undanfarinn sólarhring hef ég notið gestrisni Ólínu, vinkonu minnar og Sigga eiginmanns hennar. Eins og svo oft áður þegar ég vísitera Vestfirði, standur heimili þeirra mér opið. Eftir margar heimsóknir á Ísafjörð vegna starfs míns, hafa skapast nokkrar góðar hefðir. Ein af þeim er að við vinkonurnar förum í langa gönguferð með Blíðu, tíkina hennar Ólínu. Á þeim stundum eru þjóðfélagsmálin (og önnur mál)  krufin til mergjar og margt rætt áður en einn af hinum rómuðu fiskiréttum doktors Ólínu er borinn fram. Annar fastur liður er að hitta aðra kjarnakonu og góða vinkonu hér vestra, Sossu, sem ég hitti reyndar í mýflugumynd að þessu sinni HJÁ RUV á Ísafirði þar sem ég átti einnig viðkomu.

Verst þótti mer að geta ekki skotist í Haukadalinn og kíkt í kaffi hjá Unni í Húsatúni. Það verður að bíða næstu vesturferðar. Nú er ég á leið í Menntaskólann á Ísafirði þar sem ég ætla að boða umferðarslysaforvarnir meðal nýnema skólans. Ekki sakar að þar mun ég hitta skólasystur mína úr íslenskunni í HÍ, Rán Höskuldsdóttur og Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrum nefndarsystur mína út ÍTR. Tvær frábærar konur til viðbótar sem alltaf er gaman að hitta. Segi svo einhver að það sé ekki gaman að vera forvarnafulltrúi hjá VÍS þegar von er á jafn skemmtilegum og uppbyggilegum félagsskap og hér.

Vona svo að það gefi til flugs í dag. Ef ekki, þá er þetta einn besti staður á Íslandi til að vera veðurtepptur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Sæl Ragnheiður mín og innilegar þakkir fyrir heimsókina í MÍ í dag og í gær.  Alltaf gaman og gott að sjá gamla vini að sunnan.  Hlakka ávallt til heimsókna þinna. Sjáumst í vor

Katrín, 5.10.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá þig í heimsókn Ragnheiður mín - segi það satt

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.10.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband