17.9.2007 | 09:35
Ambögur í fjölmiðlum.
Ég get ekki lengur orða bundist vegna lélegs málfars í fjölmiðlum. Þegar ég var í íslensku í H.Í. var rætt um það í fúlustu alvöru hvort ekki væri kominn tími á að viðurkenna þágufallssýkina sem "eðlilega þróun" tungumálsins. M.ö.o: Hvort það þætti réttlætanlegt að láta undan öfugþróuninni vegna fjölda þeirra sem kunna ekki að tala.
Í vikunni sá ég auglýsingu með eftirfarandi fyrirsögn: "Jóni og Óskari vantar liðsauka." (kann að vera að seinni hluti fyrirsagnarinnar hefi verið öðruvísi) Staðreyndin var samt sú að Jóni og Óskari vantaði starfskraft en ekki Jón og Óskar. Þá heyri ég alltof oft fjölmiðlafólk segja "ég vill" og "honum langar" svo ekki sé talað um alla þá sem segja "mig hlakkar til."
Ég get ekki sætt mig við að móðurmálið mitt sé afbakað á þennan hátt. Okkur er kennt að beygja rétt og tala rétt og þannig á það að vera. Ég er alin upp af foreldrum sem töluðu góða og kjarnyrta íslensku og þau leiðréttu okkur börnin ef við beygðum ekki rétt og kenndu okkur að nota íslensk orð í stað erlendra tökuorða. Fjölmiðlafólk á að fara á undan með góðu fordæmi og nota íslenskuna rétt. Það er mannlegt að gera mistök einu sinni en þegar sömu útvarps- og sjónvarpsmennirnir segja sífellt "ég vill" og "þeim langar" án þess að neinn geri athugasemdir við það, er illt í efni og því hvarflar það að mér hvort hið óttalega sé e.t.v. að gerast smátt og smátt; þ.e. að málið sé farið að "þróast" í þessa óskemmtilegu átt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var sagt mér að skrifa hér í ath. Það var keyrt mig heim.
Ég reyndar ákvað það sjálfur að skrifa hér, þá langið að keyra mig heim en ég var á bíl og keyrði því sjálfur með beltin spennt,enda hlakkaði ég mikið til þess að koma heim, en vildi samt skrifa þetta áður.
Fyrirgefðu annars þetta bull í mér
Kjartan Pálmarsson, 18.9.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.