14.9.2007 | 10:25
Nánin kynni af Dr. RUV
Það var notaleg stund í vikunni þegar ég vann fyrsta útvarpsþáttinn minn í langan tíma. Ég tók að mér að vera einn umsjónarmanna neytendaþáttarins Dr. RUV sem sendur er út daglega á Rás 1 kl. 15.30. Ég sé um fimmtudagana þegar fjallað er um samgöngu- og umhverfismál. Það var vissulega gaman að hitta aftur gamla félaga á Ríkisútvarpinu þar sem ég starfaði langdvölum í eina tíð með hina ýmsu útvarpsþætti. Ég hlakka til að takast á við verkefni vetrarins í þáttagerð fyrir þessa rótgrónu stofnun sem mér þykir svo vænt um. Af nógu er að taka í umfjöllunarefnum en fyrsti þátturinn fjallaði um meindýr úr ríki skordýranna.
Það er svo undarlegt að hafi maður einu sinni verið framan við hljóðnemanna er eins og sú vinna gleymist ekki; rétt eins og maður kann alla tíða að hjóla hafi maður einu sinni lært það. Tækninni hafði að vísu fleygt fram í formi upptökutækja og klippitækja - en að öðru leyti hafði fátt breyst. Gamli góði andinn sveif ennþá yfir vötnum gömlu Gufunnar; sá hinn sami og ég kynntist þegar ég byrjaði mína útvarpsmennsku á Skúlagötu 4. Það var skemmtileg upplifun.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
-
omarragnarsson
-
attilla
-
konukind
-
kolbrunb
-
eddabjo
-
annabjo
-
helgasigrun
-
olinathorv
-
rheidur
-
steingerdur
-
annagisla
-
sifjar
-
berglist
-
reynirgudjonsson
-
gudrunmagnea
-
kjarrip
-
hhk
-
loathor
-
abg
-
asabjorks
-
astar
-
gattin
-
rustikus
-
saxi
-
ellasprella
-
eythora
-
fararstjorinn
-
lucas
-
kokkurinn
-
hemba
-
nonniblogg
-
kolbrunerin
-
hjolaferd
-
larahanna
-
lillagud
-
lindagisla
-
fjola
-
stebbifr
-
sveinni
-
steinibriem
-
thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að vera komin að hljóðnemanum aftur, ég verð með eyrun á viðtækinu á fimmtudaginn kemur. Hlakka til að heyra frá þér á gömlu góðu gufunni
Kjartan Pálmarsson, 18.9.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.