Vertíðin framundan.

Haustið er sérstakur tími í lífi mínu. Síðustu dagarnir í ágúst og fram í miðjan september er ég önnum kafin við að bóka umferðarfundi í framhaldsskólum. Þá hafa lífsleiknikennararnir samband við mig og við setjum í sameiningu niður tíma í skólanum fyrir umferðarslysaforvarnir. Eftir 14 ár í forvarnastarfi hef ég myndað mikil og góð vináttutengsl við skólameistara og framhaldsskólakennara. Sumir þeirra voru samtíma mér í íslenskunni í HÍ og nú hitti ég þá aftur víða um landið. Það er jafnan mikið "púsl" að setja saman fræðsluferðir um landbyggðina og oft varða dagarnir annasamir þegar ég held allt uppí 8 umferðarfundi á einum og sama deginum. 

 Ég er farin að þekkja íslenskt vegakerfi í þaula - enda þarf ég að aka langar vegalengdir á milli staða á skólaárinu. Það er sérstaklega gaman að heimsækja framhaldsskólana úti á landi. Nokkrir skólameistarar hafa gengið með mér á fjöll, aðrir riðið út með mér og enn aðrir eru persónulegir vinir mínir.

Nemendur framhaldsskólanna eru sífellt að koma mér á óvart. Þessi ungmenni eru dásamlega skemmtileg og frjó og taka gestum sem mér fagnandi og af kurteisi.

Þótt komandi mánuðir verði annasamir og krefjandi, get ég ekki annað en hlakkað til þess tíma. Ný andlit meðal nemenda og gamlir vinir meðal kennara bíða mín. Helsta áhyggjuefni mitt eru íslensku þjóðvegirnir en ég mun endurnýja kynni mín af þeim í þúsundum kílómetra akstri í vetur. Það er ekkert sérstakt tilhlökkunarefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gangi þér bara allt í haginn í þessu öllu saman, enda verðugt verkefni sem vonandi heldur áfram að skila sér til þeirra eyrna sem talað er til.

Farðu svo varlega á þjóðvegum landsins í vetur.

Baráttukveðjur úr Kópavoginum.

Kjartan Pálmarsson, 30.8.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband