29.8.2007 | 11:13
"Olíuhreinsunarstöðin gerir okkur kleift að koma okkur í burtu"
Þessi orð komu frá konu sem fædd er og uppalin á Þingeyri við Dýrafjörð. Ég var á ferð um Vestfirði á dögunum þegar hugsanleg olíuhreinsunarstöð var til umræðu. Þessi unga kona, sem á stórt og fallegt hús á Þingeyri og er í góðri vinnu, sagðist óska þess heitast að fá olíuhreinsunarstöðina staðsetta í Dýrafirði því þá gæti hún og hennar fjölskylda selt húsið sitt fyrir gott verð og komið sér í burtu!
Ég varð satt að setja orðlaus. Ég bjóst frekar við að hún nefndi betra atvinnuástand og lífvænlegri afkomu en þetta var þá hennar heitasti draumur; að koma sér í burtu! Reyndar hef ég líka heyrt þessi sjónarmið á Austfjörðum. Margir notuðu tækifærið þegar fasteignaverð þar hækkaði þar, seldu eignir sínar og komu sér fyrir á öðrum og stærri þéttbýlisstöðum.
Hvar er átthagaástin hjá þessu fólki? Ég er sannarlega ekki að mæla með því að sett verði niður stóriðja á jafn yndislegum stað og í Dýrafirði eða á á öðrum stöðum sem hafa slíka náttúrufegurð og Vestfirðir. Ég hélt þó í einfeldni minni að talsmenn slíkar stóriðnu vildu "njóta" áhrifa stóriðjunnar í bættri afkomu og betri lífsskilyrðum en ekki flýja af hólmi þegar "smjörið er farið að drjúpa af hverju strái" eins og margir vilja meina að slíkt ferlíki sem olíuhreinsunarstöð muni færa smærri byggðarlögum á landsbyggðinni.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein spurning Ragnheiður: Af hverju mun húsaverðið hækka?
Sveinn Ingi Lýðsson, 29.8.2007 kl. 18:41
Sæll, Sveinn. Líklega mun húsverðið hækka vegna aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði vegna stóriðjuframkvæmda. Það segir sig sjálft. Ég hefi því haldið að innfæddir íbúar myndu taka þátt í góðærinu en ekki fara þegar það kemur loksins!
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 30.8.2007 kl. 09:49
Ranka mín þú ert þó ekki með þesu skrímsli sem Olíuhreinsistöð er á fallegasta stað landsins og þó víða væri leitað?
En, við sem höfum búið í fjölmeninu nær alla okkar ævi skiljum kannski ekki hvað átthugafjötrar eru. Við bíðum með óþreyju á hevrju sumri að komast dýrðina fyrir vestan en alla hina mánuðina þegar allt er ófært og ekkert hægt að komast nema sæta lagi á milli hryna, þá kannski finnst okkur fjörðurinn okkar ekki eftirsóknarverður.
Forvitna blaðakonan, 30.8.2007 kl. 14:20
Nei, mín kæra systir. Ég hugsa með hryllingi til olíuhreinsunarstöðvar á hinum stórkostlegu Vestfjörðum. Ég er aftur á móti að benda á þann tvískinnung sem felst í því að vilja stóriðju annars vegar en ætla hins vegar að koma sér í burtu um leið og "góðærið" byrjar? Það var nú bara það sem ég var að benda á.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 30.8.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.